Þó að nokkrir dagar séu liðnir frá því að Prabal Gurung sýndi fatalínu sína á tískuviku New York borgar þá situr hún sem fastast í manna minnum, þar á meðal mínu.
Fatalínan sem slík innihélt flíkur úr lúxus efnum, þykkar peysur, liti og yfirhafnir með falleg smáatriði sem fönguðu augað. En það var þó lokagangan sem stal athyglinni.
Í staðin fyrir að sýna línuna í heild sinni í lokin, eins og algengast er, þá lét hann fyrirsætur sínar klæðast stuttermabolum sem allir geymdu sterk pólitísk skilaboð:
“Our minds, our bodies, our power”
“Nevertheless she persisted”
“I am an immigrant”
og að lokum
“We will not be silenced”
Þó að boðskapur bolanna ætti einn og sér að vera nógu sterkur gjörningur þá fór hann fleiri óhefðbundnar leiðir og notaði allavega fyrirsætur til þess að bera skilaboðin (til fyrirmyndar!).
Marquita Pring og Candice Huffine voru hluti af flottum hóp sem tók þátt í sýningunni, þær eru báðar flokkaðar í “plús” stærðir. Það var síðan stórstjarnan Bella Hadid sem lokaði showinu.
Tískuheimurinn er að breytast, það er greinilegt. Prabal Gurung er ekki sá eini sem hefur nýtt sér tískupallana sem pólitískan glugga. Þetta má sjá víða og ég fagna slíkri þróun.
Línuna í heild sinni getið þið skoðað: HÉR
//
I know I am not the first one to tell you about Prabal Gurungs show from New York Fashion Week. But it’s still stuck in my head (and many others) so here you have it. It’s inspirang to see how fashion and politics are getting closer. Gurung used models in all sizes and shapes in the show and used his position to publish strong messages – more of this, please!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg