Ég kemst víst ekki hjá því að segja frá nýjum fatakaupum sem ég gerði um helgina. Við vinkonurnar, öllu heldur þýsku “tvíburasysturnar”, keyptum okkur samstæðudress í stíl og ég birti mynd frá mátunarklefanum á Instagram. Ég fékk fjölda fyrirspurna í kjölfarið hvaðan samstæðudressið væri?
Það kemur kannski einhverjum á óvart, en fötin eru frá sænsku snillunum í H&M og því auðvitað á spottprís.
Ég er glöð með kaupin, fötin minna minna mig mikið á frönsku Sandro. Gætu verið þaðan ef maður vissi ekki betur.
Peysa: 14.90 Evrur
Buxur: 14.90 Evrur
Saman = 4.600ISK
Mér finnst ég auðvitað vera að “græða” – gjöf en ekki gjald.
xx,-EG-.
Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg