David Bowie lést í gær, 69 ára gamall, eftir að hafa barist við krabbamein í 18 mánuði.
Það þekkja allir Bowie og þó ég hafi ekkert verið hans helsti aðdáandi þá fannst mér ég þurfa að setja saman færslu til heiðurs þessum mikla áhrifavaldi.
Hann er algjört pop-icon og ekki síður tísku-icon. Hann fór sínar eigin leiðir með mikla sköpunargáfu og er líklega einn af stærstu áhrifavöldum síðustu áratuga.
Það er ótrúlegt að hann gaf út sína nýjustu plötu á 69 ára afmælisdaginn sinn, þann 8. janúar, aðeins tveim dögum fyrir dauða sinn.
Bowie á mörg tímabil. Stundum er hann eitur svalur og stundum minna svalur – en hann var alltaf með’etta á hverju tímabili fyrir sig.
DAVID BOWIE 1947-2016
Ég mæli með því að þið smellið á PLAY fyrst og skrollið síðan hægt niður færsluna.
Live Aid 85′ – dressin og stemningin í samræmi við það
Bowie var hetja og við getum öll orðið hetjur!
Svalur
Bowie og Iggy Pop
Tímabilin voru misjöfn – allur skalinn
Bowie í áranna rás (smellið á myndin að ofan til að sjá hvernig hann breyttist ár frá ári) –
RIP BOWIE
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg