fbpx

PFW: FREMSTI BEKKUR

FASHION WEEK

English Version Below

Til hamingju með daginn ykkar kæru bændur. Er ekki við hæfi að kíkja aðeins á mitt uppáhald í herratískunni í Frakklandi á þessum ágæta degi.

louis_vuitton_x_supreme__a_great_combo_3942-jpeg_north_612x612_whitefa

Töskurnar voru mitt uppáhald úr línunni.

Herratískuvikan í Parísarborg stendur nú yfir. Louis Vuitton sýndi vetrarlínu næsta árs með óhefðbundnu sniði þegar hátískuhúsið sýndi samstarf sitt við Supreme. Samstarfið fór eins og eldur í sinu um samskiptamiðla þar sem ég rakst á það og var bara nokkuð hrifin. Sigríðurr sagði ykkur meira hér í gækvöldi. Hlakka til að sjá hvort þetta sé eitthvað sem tískuhúsið mun halda áfram með næstu árin. Vel gert Kim Jones!

En það var ekki bara sýningin sem slík sem heillaði mig. Eins og svo oft áður pæli ég einnig í gestum og gangandi og það má segja að fremsti bekkur hafi verið ansi vel setinn með David Beckham og Kate Moss sem sessunauta – þau stálu athygli minni.

david-beckham-louis-vuitton-pfw-3

David klæddist LV peysu úr vetrarlínu merkisins og LV skóm – afslappað lúkk í anda sýningarinnar.

  kate 00-holding-kate-david

Sjá þessi tvö … 40+ og fabulous með meiru.


HÉR má sjá línuna í heild sinni. Allt öðruvísi stílisering en við erum vön að sjá hjá franska tískuhúsinu.

//

The french Louis Vuitton made a bold move with their collaboration with the street style brand Supreme. It was all over social media and I think that was the goal – well done! I really like it and look forward to see if we will see more of this from LV.

But that didn’t steel my attention – the front row did. David Beckham and Kate Moss next to each other, two of my favorites. Over 40 years old and so fabulous.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ÚTSÝNIÐ: KVEIKJUM Á KERTI

Skrifa Innlegg