Á síðasta degi febrúar mánaðar birti ég loks óskalista mánaðarins. Þið tókuð svo svakalega vel í óskalistann í janúar að það er eins gott að ég standi við stóru orðin og haldi í þessa ágætu hefð. Ég verð svo spennt fyrir nýjum flíkum í febrúar þegar verslanir fyllast af nýjum vorvörum. Á listanum eru nokkrar sem mig langar að eignast fyrir sumarið – einhverjar gætu verið góð kauptips fyrir ykkur að fá.
//
My February wish-list, just in time on the last day of the month. I love this time, when the SS products hit the stores.
- Þessi peysa er uppáhalds flíkin mín úr STUDIO línu H&M sem fer í sölu á morgun, 1 mars (þar á meðal á Íslandi). H&M er með á tískuvikunni í París þar sem línan verður sýnd í kvöld (28.febrúar). HÉR má horfa á sýninguna í beinni útsendingu.
- Blanche bolur frá Húrra Reykjavík – basic er best.
- Love samfestingurinn frá Andreu Boutiqe er búinn að vera á óskalista síðan að hún sagði mér frá honum fyrir mörgum mánuðum síðan. Ég verð vonandi komin í hann fyrir sumarið eða um leið og hann fer í sölu í Hafnarfirði. Fylgist með: HÉR
- Pastel litaðar gallabuxur í beinu sniði. Þessar eru frá Monki og fást: HÉR
- Sænskur drauma frakki frá Totéme – flík sem gæti lifað lengi. Fæst: HÉR
- Röndótta settið er hægt að nota saman og í sitthvoru lagi. Ég hef haft augastað á því frá því að ég rakst á það í H&M fyrr í máuðinum. Það er ennþá til í minni stærð og því spurning um að láta verða af kaupunum? Fæst: HÉR (og í H&M á Íslandi)
- Tískan snýst í hringi og hér er ég aftur komin með kúrekastígvél á heilann .. ekki verra ef þau eru hvít ;) Frá: Mango
- Orange gengur allan ársins hring. Þessi rúllukragapeysa er íslensk hönnun Magneu. Fæst: HÉR
- Febrúar er reyndar erfiðasti mánuðurinn þegar kemur að ferskleika. Ég hef aldrei verið grárri á litinn og langar mjög að fjárfesta í þessu margverðlaunaða tan vatni frá Eco by Sonya. Ég hef ekki prufað það sjálf en bara heyrt góða hluti um virkni þess. Fæst: HÉR
Langar …
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg