fbpx

MJÓLK ER GÓÐ

FRÉTTIR

Óhefðbundið blogg dagsins, en ég fékk skemmtilegan póst frá Mjólkursamsölunni á dögunum þar sem þau sögðu mér frá nýju söfnunarátaki sem þau standa fyrir.

Mynd

Átakið snýr að hönnun á mjólkurfernu fyrir góðan málstað. Verkefni sem mér fannst áhugavert fyrir þær sakir að 15 krónur af hverri fernu rennur til Landspítalans og er markmiðið að safna 15 milljónum til kaupa á nýjum beinþéttnimæli. Beinþynning er mjög algengur sjúkdómur og þurfa um 7000 manns svona mælingu á ári, en mælirinn er ekki tiltækur á klakanum eins og er.

Ég mæli því með því að fólk kippi með sér fernu í innkaupum vikunnar. Hönnunin á fernunni er líka skemmtileg og óvenjuleg, þó svo að svört mjólk hræði mig smá. Maður er svo vanafastur.

xx,-EG-.

ORÐ

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Heiðdis

    2. September 2014

    Hey hver hannar þessa fallegu fernu? Það verður að fylgja :)

    • Elísabet Gunnars

      3. September 2014

      Ég held nefnilega að það hafi bara auglýsingastofan sem vinnur fyrir þau … en sammála. Þurfum að komast að því.

  2. Þorgerður

    3. September 2014

    Ji en fyndin hönnun, meira eins og Jack Daniels flaska heldur en mjólk. Gott framtak samt!

  3. Halla

    3. September 2014

    Skemmtilegt átak hjá MS – Fernan er frekar ljót.

  4. Elísabet Gunnars

    5. September 2014

    Höfundur að hönnuninni er bandaríska krítarlistakonan Dana Tanamachi en hönnunin var unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Ennemm.