Óhefðbundið blogg dagsins, en ég fékk skemmtilegan póst frá Mjólkursamsölunni á dögunum þar sem þau sögðu mér frá nýju söfnunarátaki sem þau standa fyrir.
Átakið snýr að hönnun á mjólkurfernu fyrir góðan málstað. Verkefni sem mér fannst áhugavert fyrir þær sakir að 15 krónur af hverri fernu rennur til Landspítalans og er markmiðið að safna 15 milljónum til kaupa á nýjum beinþéttnimæli. Beinþynning er mjög algengur sjúkdómur og þurfa um 7000 manns svona mælingu á ári, en mælirinn er ekki tiltækur á klakanum eins og er.
Ég mæli því með því að fólk kippi með sér fernu í innkaupum vikunnar. Hönnunin á fernunni er líka skemmtileg og óvenjuleg, þó svo að svört mjólk hræði mig smá. Maður er svo vanafastur.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg