Eftir að hafa tekið stutt stopp heima í Frakklandi er ég komin til Stokkhólms – uppáhalds borgarinnar minnar!
Ástæðan fyrir ferð minni hingað er launch hjá Lindex á línu sem unnin er af breska hönnuðinum Matthew Williamson. Línan er unnin í samstarfi við Bleiku slaufuna og mun hluti af sölunni renna til styrktar baráttu gegn brjóstakrabbameini. Þá verður hægt að kaupa sérstakt armband þar sem allur hagnaður rennur til málefnisins hönnuðu af herra Williamson.
Ég ákvað því að gera eitt blogg tileinkað honum eftir heimildarvinnu mína fyrir ferðina.
Hver er Matthew Williamson?
Matthew var fæddur í Manchester 1971. 17 ára hélt hann í Central Saint Martin Háskólann í London þar sem hann útskrifaðist árið 1994 með BA í “Fashion Design” og “Printed Textiles”.
Árið 1997 stofnaði hann tískuhús undir eigin nafni og sýndi sína fyrstu línu á tískuvikunni í London 1997. Þar voru fyrirsæturnar ekki af verri endanum, en m.a. Kate Moss, Helena Christiensen og Jade Jagger tóku þátt í sýningunni.
Matthew hefur einnig starfað sem listrænn stjórnandi hjá ítalska tískuhúsinu Emilio Pucci, hann hefur hlotið mörg verðlaun fyrir hönnun sína og áhugavert var að lesa að Baugur fjárfesti í fyrirtækinu hans árið 2006.
Matthew er þekktur fyrir skrautleg print, fagurfræði og “detail” í hönnun sinni. Það er smá “bohemian” andi yfir hönnun hans sem sést einnig á línunni fyrir Lindex.
Engin önnur en ritstýran Anna Wintour hafði þetta að segja um kappann:
Ég læt fylgja með nokkrar myndir frá Haust/Vetrar línu hans 2013, en fleiri línur er hægt að nálgast á heimasíðunni hans.
Þetta er Matthew Williamson. Hátískuhönnuður sem að bráðum selur fatnað sinn innan veggja Smáralindar á viðráðanlegu verði.
Spennandi!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg