Árleg ljósmyndasýning fyrsta árs nema við Ljósmyndaskólann opnar laugardaginn 28.Maí kl 15:00. Sýningin samanstendur af verkum 16 nemenda. Verkin eru jafn misjöfn og þau eru mörg en á sýningunni verða til dæmis portrett, heimildarljósmyndun, dagbækur, tískuþættir og fleira. Sýningar Ljósmyndaskólans hafa alltaf verið unnar af miklum metnaði og er sýningin í ár engin undantekning. Skólinn hefur verið starfræktur síðan árið 1997 og er markmið skólans að kenna ljósmyndun með sköpun að leiðarljósi.
Berglaug Petra Garðarsdóttir sýnir verkið Sumar, sem samanstendur af litríkum, lifandi og spennandi tískumyndum –
Verk Anne Marie er óður til heimaslóðanna –
Christel Pilkær Thomsen verður með verk á sýningunni sem fjallar um sambönd og nánd.
Kolbrún Klara, Unheimlich (Uncanny).
Anna Maggý verður með verkið NARCisUS sem er óður til narcissismans.
Hvenær: Sýningin verður opin alla virka daga frá 15:00-19:00 og um helgar frá 12:00-18:00 fram til 5.júní
Hvar: Hólmaslóð 6 Reykjavík
//
The first year students of The School of Photography are having a exhibition from the 28th of May to the 5th of June. You can see a sample of what is happening above and I encourage you to check it out. The exhibition is open on weekdays 15-19 o’clock and weekends 12-18 o’clock. It takes place at Holmasloð 6 in Reykjavik.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg