Ég smellti myndum af flíkunum hér að neðan á meðan dvöl minni stóð á Íslandi.
Mig langar … í þessa hluti frá íslenskum verslunum. Sumar af þeim eru komnar í minn fataskáp nú þegar.
Þó að ég hafi leyft mér eitthvað af þeim þá er ekki þar með sagt að þið hafið nú þegar gert það.
Flest er ennþá til í búðunum, fyrir þá sem að gætu haft áhuga á slíku.
Molo uglu kjóll á Ölbu. Það voru líka til buxur í stíl. Ég sé mikið eftir dressinu. Fást í Englabörnum, Kringlunni.
Alexander Wang Copy/Paste? Var á báðum áttum með þetta par en svartur er greinilega meira ég. Hefði örugglega langað meira ef að þeir hefðu verið til í þeim “lit”. Frá Bianco.
Æji svo góð! Varð mín. Frá Lindex.
Frá Vila – Meira: HÉR
Libertine er mjög góð viðbót við merkjaflóruna hjá Gallerí 17. Meira: HÉR
Úlpan góða kemur sér örugglega að betri notum á klakanum en hér í franska furðulega haustinu. Hún er svo sniðug því hægt er að renna henni af og á eftir hentisemi. Stutt sem síð – bæði betra. Frá GK.
Alveg trylltir Frá Ranna Design. Fást í KronKron.
_
Kannski hjálpar þetta einhverjum? Takk fyrir mig íslenskar verslanir. Mér finnst alltaf skemmtilegast að heimsækja ykkur!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg