fbpx

H&M design award 2013

H&M

Í gærkvöldi var krýndur sigurvegari H&M design award 2013. En viðburðurinn er orðinn árlegur hjá fyrirtækinu. Mjög gott framtak  til að styðja við unga og hæfileikaríka hönnuði enda stór stökkpallur fyrir þáttakendur og sérstaklega sigurvegarann sem að hlýtur flott verðlaun fyrir vikið.

Þetta árið var það hin 26 ára Minju Kim sem þótti bera af. Í sigurlaun hlýtur hún 50 þúsund evrur í peningastyrk, tískusýningu á tískuvikunni í Stokkhólmi ásamt því að útvaldar flíkur verða seldar í verslunum H&M.

Mjög sérstök lína frá henni og ekkert endilega í miklum H&M anda. En hún skar sig úr enda skemmtileg.

H&M leyfir fólkinu heima einnig að segja sína skoðun en sérstök verðlaun eru valin af almenningi – “The People’s Prize”. Þar valdi fólkið hönnuðinn Alba Prat frá Þýskalandi, sem hlýtur að launum mánaðarsamning hjá hönnuðinum Jonathan Saunders.

Eins og sjá má höfðar lína hennar kannski meira til fólksins. Allavega mín.

xx,-EG-.

CARIN WESTER

Skrifa Innlegg