Á síðustu tveimur vikum hafa umfangsmiklar framkvæmdir átt sér stað í verslun Geysis á Skólavörðustíg 16, sem er jafnframt fyrsta verslun fyrirtækisins í götunni. Rýmið hefur verið lokað undanfarið og fólk velt því fyrir sér hvað standi til með breytingunum.
Hulunni hefur loks verið svipt af breytingunum sem að mínu mati verða pottþétt til bóta. Verslunin á Skólavörðustíg 16 opnar aftur, endurhönnuð af innanhúshönnuðinum Hálfdani Pedersen, sem herrafataverslunin GEYSIR KARLMENN. Á sama tíma hafa verið gerðar breytingar á verslun Geysis á Skólavörðustíg 7, sem umbreytist nú í kvenfataverslun og fær nafnið GEYSIR KONUR.
“Breytingarnar eru í takt við öra stækkun Geysis sem skerpir nú enn betur á þjónustu sinni við viðskiptavini með þessum áherslubreytingum á verslunarrýmum sínum.” (segir í Fréttatilkynningu)
Í tilefni opnunar GEYSIR KARLMENN verður haldið opnunarpartý með pompi og prakt í dag, laugardaginn 14.apríl. Ég myndi sjálf vilja mæta og bera verslunina augum þar sem vel hefur tekist til með verslanir þeirra hingað til – upplifun að heimsækja í 101 Reykjavík og ein af þeim sem ég hvet útlendinga vini mína til að skoða þegar ég gef íslensk verslunartips. Ekki má gleyma að nefna það góða úrval hátískufatnaðar sem hangir á slánum! Úrvalið af verslunum fyrir karlmenn á Íslandi hefur einnig ekki verið til að hrópa húrra fyrir og ég veit að t.d. minn maður fagnar svona verslun.
Myndirnar hér að neðan eru úr nýrri sumarherferð Geysis fyrir verslanirnar. Þær eru teknar af ljósmyndaranum Silju Magg og stíliseraðar af Eddu Gunnlaugsdóttur.
Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel Stefánsson, Erling Bang og Örvar Þóreyjarson Smárason sátu fyrir á myndunum ásamt þýsku fyrirsætunni Löru Koch. Ég er sjúk í þetta allt – lúkkið út í gegn og eruði að sjá Löru (!) bilast.
Eins og áður sagði – opnunarpartý í dag og meira um það – HÉR
Skilið góðum kveðju frá mér.
Áfram íslensk verslun!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg