Er ekki komið nóg af ofbeldi? FOKK OFBELDI herferðin frá UN Woman er eitthvað sem allir geta staðið á bakvið og tengt við.
Málefnið er alvarlegt og sérstaklega á þessum tíma mikils flótta í Evrópu.
Það sem kannski er mest sláandi er að ein af hverjum þremur konum verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni !!
Ég er viss um að það sé hægt að laga þessa tölfræði til hins betra með samstöðu.
Nú á dögum eru konur á flótta kannski sá hópur sem á við hvað sárast að binda. Konur á flótta þurfa vernd og öryggi.
• Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar
• Um 500 þúsund konur og börn flýja nú heimalönd sín og leggja leið sína til Evrópu
• Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi
• Gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða síðan flóttamannastraumurinn hófst
• Konur og stúlkur á flótta eiga í stöðugri hættu á að vera beittar ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansali
Þessar hetjur eru á flótta og leggja líf sitt að veði í leit af öruggara lífi fyrir börnin sín. Það minnsta sem við getum gert er að versla okkur eina (eða fleiri) húfu. Þannig látum við okkur málefnið varða og minnum aðra á það á sama tíma þegar við berum húfuna. Ekki skemmir fyrir að húfan er bara nokkuð nett.
Húfan er til sölu í Eymundsson í takörkuðu upplagi dagana 11.-25. febrúar og kostar bara 3.900 kr. – semsagt nánast ekki neitt ! (fyrir ykkur sem ekki komist í Eymundsson þá fæst hún HÉR).
Saga Sig tók myndir af allskonar fólki. Ég kann að meta það enda er þetta málefni sem varðar alla á einhvern hátt.
DJ Margeir og synirnir – geggjaðir feðgar
Falleg mæðgin
Þessar fjölskyldumyndir bræða mig
Ég skora á ykkur að kaupa húfu – ég er búinn að panta mína og hún er á leiðinni í pósti. Ég hendi í Instagram mynd þegar húfan lendir í þýska.
//
I love the new campaign from UN Woman in Iceland. The slogan is FUCK VIOLENCE (FOKK OFBELDI). They are supporting suffering women in the world – which is maybe more important now then ever, with all the woman fleeing from their homes with their children.
Shocking numbers – one of every three women suffers violence in their life! These are numbers we can easily make better if we stick together.
To show your support you can buy the cool hat on the pictures above – you could buy it online HERE or in the Eymundsson shops in Iceland.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg