Myndirnar hér að neðan snertu mig um leið og ég sá þær fyrst. Herferð UN Women fyrir Fiðrildafögnuð sem að fer fram í Hörpunni á fimmtudagskvöldið 14.nóvember. Auglýsingaherferðin fyrir kvöldið hefur vakið athygli þar sem að þekktar íslenskar konur virðast hafa orðið fyrir sýruárásum.Tilgangurinn var að sameina ólíku menningarheimana beint fyrir augum okkar Íslendinga. Þó að þetta eigi sér stað hinu meginn á hnettinum þá snertir þetta okkur öll.
Það sem að mér finnst sérstaklega fallegt við verkefnið er að raunveruleg fórnalömb sýruárása koma einnig að því. En fórnalömb frá Indlandi fengu það hlutverk að hanna og búa til sérstök armbönd sem að nú eru í sölu og gilda sem aðgöngumiði inn á fögnuðinn. Bara það að kaupa armbönd af þessum konum gleður og sannar það að lítið getur orðið stórt – fiðrildaáhrif.
Ég hvet sem flesta til að skoða framtakið nánar: HÉR og fjárfesta í miða: HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg