fbpx

CPHFW: STELDU STÍLNUM

SHOPSTELDU STÍLNUM

English version below

Uppáhalds tískutími ársins er hafinn – T Í S K U V I K U R.
Í þetta sinn hef ég minni tíma til að fylgja hverri og einni sýningu eftir en þó reyni ég eftir fremsta megni að fylgjast með broti af því besta. Tískuvikan í Stokkhólmi fór fram í byrjun vikunnar og Svíinn í mér passar að fylgjast alltaf með því sem fram fer á pöllunum hjá sænsku snillingunum – þeir hitta oftast vel í mark (hér er hægt að skoða lúkkin).

Tískuvikan í Kaupmannahöfn tók svo við í kjölfarið og stendur nú sem hæst. Eins og áður fylgist ég meira með vissum hönnuðum en öðrum og á fyrsta sýningardegi var ég spenntust fyrir Malene Birger sem ég hef í mörg ár skrifað um hér á blogginu.

Danska Malene er góð í sínu fagi og ég er mikill aðdáandi fatnaðarins sem og stíliseringarinnar ár hvert. Ég er mjög hrifin af línunni í heild sinni sem gefur okkur flíkur sem lifa lengur en HÉR getið þið flett í gegnum hvert lúkk fyrir sig.

Mér datt í hug að taka fyrir eitt lúkk frá sýningunni sem ég myndi glöð vilja klæðast inn í helgina. Lúkk sem einfalt er að leika eftir.

mblukkByMaleneBirger11015

By Malene Birger FW16

Ég tók saman ódýrari kauphugmyndir sem skapa sama stíl. Allt vörur á góðu verði sem ég valdi frá íslenskum verslunum og því er einfalt að finna þær á slánum fyrir áhugasama.

mb

Gegnsær rúllukragabolur (ekki með hlýrabol innan undir): Gallerí 17
Belti: Lindex
Buxur: Lindex
Varalitur: Color Drama í litnum Light it Up frá Maybelline
V peysa: Vero Moda (mætti vera styttri ef þið rekist á fleiri)
Eyrnalokkar: Lindex
Skór: 67 / GS skór
Veski: Einvera

Happy shopping!

//

I am following the fashion weeks in Scandinavia these days – first in Stockholm and now in Copenhagen. Malene Birger is always one of my favorites, she makes classic wearable items that you can use for years. I took one dress the impressed me from the FW16 show and pointed out cheaper solutions to get the same style. This would be my weekend dress.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ / LIFE

Skrifa Innlegg