fbpx

BIG 30

LÍFIÐ

Við hjúin héldum uppá tvöfalt þrítugsafmæli á dögunum. Við stoppuðum stutt á landinu og því var tilvalið að henda í eitt gott partý og ná saman vinum og vandamönnum á einn og sama staðinn. ODDSSON varð fyrir valinu þar sem við skreyttum með gasblöðrum og glimmeríi og bjuggum þannig til okkar eigin stemningu. Þið voruð mörg “í beinni” því fólk var almennt duglegt við að deila gleðinni í gegnum samskiptamiðla :)
Við skáluðum í íslenska sumarbjórinn VIKING White Ale sem var þá nýkominn úr bruggsmiðjunni – heppin við! Oddson útbjó dýrindis snittur og svo er það orðið á götunni að kleinuhringir og bjór séu nýjasta combóið, mörgum fannst það skrítin blanda að bjóða uppá Crispy Cream með bjór en okkur fannst það rosa gómsætt.
Snillingurinn Dóra Júlía þeytti skífum fram eftir kvöldi og ef þið hafið ekki farið í karíókí á Oddsson þá mæli ég svooo mikið með því að þið gerið það fyrr en síðar. Það var rólegt í herberginu framan af kvöldi en þar má segja að eftirpartýið hafi farið fram.  Þar myndast stemning sem erfitt er að lýsa í orðum. Hápunkturinn að mínu mati var síðan þegar söngvarinn Friðrik Dór mætti með míkrafóninn en hann er hér með orðinn uppáhalds íslenski tónlistamaðurinn okkar fjölskyldunnar. Ég fattaði ekki fyrr en þetta kvöld hvað hann á mörg góð lög og það besta er að allir virðast kunna textana því það var sungið hátt og örugglega með lögunum. Frikki verður með stórtónleika í Hörpu þann 9. september og ég hvet ykkur til að tryggja ykkur miða: HÉR.

Örugglega einhverjir sem gruna mann um spons, en ég fékk ekkert borgað fyrir að skrifa þetta. Ég fékk fínan díl á bjór og donuts, borgaði dj, ég fíla Frikka og vona bara mjög mikið að Harpa fyllist og allir hafi gaman. Hann er allavega hæfileikaríkur snillingur sem vert er að mæla með. (leiðinlegt að þurfa að hafa þessa málsgrein með)

Þegar ég byrjaði á póstinum þá ætlaði ég nú reyndar ekki að hafa svona mörg orð um þetta afmæli heldur leyfa frekar myndunum að tala sínu máli. Stemninginn skín vel í gegn og við erum svo þakklát fyrir þetta kvöld sem við fengum með öllu þessu skemmtilega fólki. Takk og skál!

//

Me and Gunnar celebrated our 2×30 year old birthday some weeks ago. We had a short stop in Iceland and it was the perfect way to throw a party and meet all our friends at the same time.
ODDSSON was the place and I really recommend you to pay a visit, for a drink or dinner or just to see the nice design.

At least we had a blast, like you can see on the photos. Beer, finger food and donuts – what do you need more?

Skál!

(smellið á myndirnar til að sjá þær stærri)

 

 

Ég hef fengið margar spurningar um samfestinginn sem ég klæddist í afmælinu. Hann var keyptur í Mango fyrr í sumar og var vígður þetta kvöld. Afslappandi lúkk varð fyrir valinu og ég sé ekki eftir því. Gunni er í skyrtu og buxum frá Húrra Reykjavík, bæði keypt samdægurs.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUMARFRÍ

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    12. July 2017

    Nennidi plis ad halda annad á næsta ári????? ÆDISLEGAR myndir!!

    • Elísabet Gunnars

      12. July 2017

      Það verður allavega sér party fyrir þig að ári .. mer finnst það lágmark

  2. Hilrag

    12. July 2017

    þetta var dásamlegt! takk fyrir kvöldið :*

  3. Guðrún Helga

    12. July 2017

    Þetta var svo skemmtilegt og glæsileg veisla

  4. Andrea

    12. July 2017

    Æði
    Til hamingju með ykkur ❤️