fbpx

BASIC ER BEST

TREND


Sáuð´i Fréttatímann í gær?
Ég skrifaði lítinn pistil.
Málefni sem að vert er að skoða að mínu mati.
TÉKK IT

Flest höfum við orðið fórnarlamb þess að gera hrikalega léleg kaup í fataskápinn – þrátt fyrir að vera fullviss á þeim tíma um að þetta væri sannarlega mikil nauðsynjarvara. Þetta er fyrirgefanlegt ef að varan var á góðu verði en mun verra ef að svo var ekki. Að kaupa sér rándýrt trend sins tíma sem liggur síðan ónotað eru mistök sem að við flest höfum gerst sek um.

En af öllum mistökum lærir maður – eða hvað? Ég hef alla vega lært mína lexíu þegar ég huga að fjárfestingu í dýrri flík, skóm eða annarri vöru. Ég spyr mig hvort varan sé þess virði, hún sé tímalaus, vönduð, falleg og með góðan endingartíma – Basic er best! Ég reyni að forðast trend vissra tímabila sem eru síðan gleymd á því næsta, en þessi trend getur maður auðveldlega komið auga á. Þær flíkur versla ég heldur á góðu verði í sænskum verslunarkeðjum.

Ég er ekki að segja að fallegu klassísku flíkurnar þurfi síðan alltaf að vera dýrar. Mínar uppáhalds hef ég  fundið í second hand verslunum eða á mörkuðum sem gerir það að verkum að þær verða enn einstakari.

Galdurinn er  að finna bestu blönduna af þessu öllu saman, klæða ódýru “trendin” við vel völdu klassísku flíkurnar, nýjar eða notaðar, sem aldrei detta út tísku.

DÆMI: Ekki kaupa þér floral buxur frá Gucci á 140.000krónur BARA af því að þær eru inni á þessum tímapunkti – þú færð sama “look” í H&M á um 5000krónur – Það er mitt mat.

Eigið góða helgi, xx,-EG-.

INSTAGRAM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Ingibjörg S

    12. May 2012

    Flottust elsku systir!