fbpx

Anti Black Friday

SHOP

Ég rakst á grein á Euroman sem bar nafnið ,,Nej tak til Black Friday”. Eins og við vitum hefur Black Friday orðið risa stór dagur fyrir verslunareigendur, amerísk hefð sem hefur náð til Evrópu. Verslanir bjóða uppá tilboð og lengja opnunartímann og hvert ár eru sett ný sölumet þennan dag. Ekki eru allir jafn hrifnir af þessum degi og hafa sett sig upp á móti þessum svarta föstudegi.

Á síðasta ári ákvað danska merkið Mads Nørgaard að hafa netverslunin sína alveg svarta til að mótmæla deginum. Þeir vilja meina að þetta sé concept sem henti verslunar “risunum” og eru algjörlega á móti því að þjappa sölunni yfir á einn dag, það sé slæm niðurstaða fyrir alla.

Danska merkið Soulland (samstarfsaðili 66°Norður munið þið) setur sig einnig uppá móti þessu og tók í stað fram gamalt print, frá 2007 og ætlar að selja það á fullu verði til styrktar góðs málefnis. Þá má nefna að Vagabond ætlar í stað þess að gefa afslátt að gefa 10% af allri sölu til UNICEF í staðinn.

Undirfatamerkið Organic Basics notar daginn til að vekja athygli á sjálfbærni. Fyrir hverja flík sem þau selja þennan daginn þá ætla þau að endurvinna 20 aðrar flíkur.

Fyrirtækin eru semsagt byrjuð að nota þennan stóra verslunardag til að vekja athygli á öðrum og mikilvægari málefnum. Mér finnst það svolítið falleg ákvörðun.

Hvað finnst ykkur um þennan svarta föstudag? Með eða á móti?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BLANCHE

Skrifa Innlegg