Tveir íslenskir hæfileikaríkir nemar úr Central Saint Martins skólanum í London eru komnir í tíu manna úrslit í hönnunarkeppni sem ítalska Vogue og netverslunin Muuse standa fyrir.
Þær eru Magnea Einarsdóttir
Og Aníta Hirlekar
Keppnin ber nafnið MUUSE X VOGUETALENTS og er til mikils að vinna (!)
– Framleiðslu, PR, markaðssetningu og hjálp við sölu ásamt tækifærinu á að hanna nýja línu og selja hana í gegnum MUUSE. Sigurvegarinn hlýtur einnig umfjöllun í Vogue Italia.
Hjálpum stelpunum okkar að vinna. Mikið yrði það gaman.
HÉR er hægt að skoða hönnuðina sem valdir voru í úrslitahópinn og HÉR er hægt að kjósa.
Áfram Ísland. ;)
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg