Tískutímaritið i-D fagnar 35 ára útgáfuafmæli nú í sumar. Af því tilefni tók ljósmyndarinn Alasdair McLellan ólíkar forsíður með ólíkum hátískufyrirsætum fyrir sumarútgáfu blaðsins. Ég er hrifin af útkomunni sem þið sjáið hér að neðan –

Lara Stone klæðist skyrtu og klút frá Miu Miu –

Kate Moss klæðist Balenciaga jakka –

Jourdan klæðist topp og buxum frá Givenchy by Riccardo Tisci –

Freja Beha Erichsen klæðist jakka og skyrtu frá Vetements –

Edie Campbell klæðist Saint Laurent by Hedi Slimane –

Daria Werbowy klæðist Craig Green –

Natalie Westling klæðist Dior –

Karly Loyce klæðist rúllukragabol og eyrnalokkum Céline –
i-D heldur ávallt tryggð við það sem þau standa fyrir og er þessi leið þeirra til að halda uppá afmælið engin undantekning.
18 ólíkar forsíður fóru í sölu og með þetta fólk innanborðs er eiginlega ekki hægt að klikka. HÉR sjáið þið þær sem ekki eru birtar að ofan. Eigið þið ykkar uppáhalds?
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg