fbpx

SUNDAY @ HOME

HEIMA

Sunnudagur heima ♡

Arnór er í útileik þannig ég ætla að njóta í uppáhalds horninu mínu hérna heima, horfa á leikinn og skipuleggja næstu vikur. Allt í einu er svo stutt í að við förum í frí (loksins!) og jólin eru ekki langt undan. En fyrst fáum við nokkrar heimsóknir frá góðum vinum sem verður ótrúlega gaman. Ég smellti nokkrum myndum af hérna heima í gær eftir tiltekt. Næsta mál á dagskrá er ný motta og ég er með augun á einni afar fallegri. Þarf bara að plata einhvern af væntanlegu gestunum okkar til að taka hana með sér hingað út þar sem hún er stödd á Íslandi. 

Takið eftir nýja stofustássinu, púttmottunni fyrir aftan mig. Skil ekki afhverju það eru ekki allir með svona í stofunni hjá sér, gerir svo mikið fyrir rýmið, hahaha.

Morgunverður fyrir 1.. eða eiginlega 2 :-)

Eigið ljúfan dag ♡

Andrea Röfn

AÐ KLÆÐA SIG Á MEÐGÖNGUNNI

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnarsdóttir

    4. November 2018

    Ég eiginlega elska þegar þessir drengir eru í útileikjum (þó maður megi ekki segja það upphátt) .. metime er svo næs.

    • Andrea Röfn

      5. November 2018

      Hahaha.. Sammála <3

  2. Svart á Hvítu

    7. November 2018

    Fallegt og falleg:)
    Er mottan ekki nær þér ef þú pantar hana úti?

    • Andrea Röfn

      9. November 2018

      <3 er að skoða frá Kara Rugs sem eru allar heima á Íslandi!