fbpx

SNOW BLIND – 66°NORÐUR X MUNDI

ÍSLENSKT

Á morgun, fimmtudag, hefst sala á nýrri fatalínu í verslun 66°NORÐUR í Bankastræti 5. Fatalínan ber nafnið Snow Blind og er samstarfsverkefni Munda og 66°NORÐUR.

Línan var frumsýnd á RFF á síðasta ári. Í línunni mætast mynstur og litir sem eiga rætur sínar í hugmyndum Munda. Útfærslan á hönnuninni og efnisvalið byggir svo á þeirri miklu reynslu og þekkingu sem 66°NORÐUR býr yfir við hönnun á útivistarfatnaði. Afraksturinn er útivistarfatnaður sem sker sig út úr en er viðeigandi við öll tækifæri.

Ég var svo heppin að fá að sjá línuna og máta flíkurnar og í leiðinni tók ég myndir fyrir ykkur að sjá! Ég er mjög hrifin af þessari fatalínu, sérstaklega vegna þess að hún inniheldur klárar útivistarvörur úr mjög góðum efnum sem eru vel saumaðar, á sama tíma og þær eru virkilega töff.

IMG_9198

Ég er að missa mig yfir þessari tösku. Hún er mjög stór, úr vatnsheldu efni og myndi henta mjög vel í ferðalög og útilegur.

IMG_9286

IMG_9220Þessi biker-legi jakki er endalaust þægilegur og flottur í þokkabót. Bleiku línurnar setja punktinn yfir i-ið.

IMG_9393

IMG_9245

IMG_9399

IMG_9351

IMG_9358

Taskan er líka til í þessum klassiska 66°NORÐUR lit.

Endilega gerið ykkur ferð í 66°NORÐUR búðina á morgun til að líta þessa fallegu línu augum. Sala á línunni hefst kl. 18 og er búðin af því tilefni opin til kl. 21!

xx

Andrea Röfn

NIKITA X COPSON STREET

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    12. March 2014

    NÆS!

  2. Ása Regins

    12. March 2014

    Ég held ég splæsi í þessa tösku í næstu Íslandsferð. Mér finnst hún geggjuð !

  3. Helga

    13. March 2014

    Á svona svarta tösku hún er svo geggjuð!! Miklu flottari í sjón þar sem maður sér þá hversu mikið hún tekur, alveg klikkað :) hægt að stækka hana endalaust