fbpx

SKÍRN AÞENU RAFNAR

AÞENA RÖFNPERSÓNULEGT

Við foreldarnir nýttum tækifærið í nýliðinni Íslandsheimsókn til að skíra Aþenu Röfn. Sunnudaginn 9. júní gafst loksins tími milli landsleikja hjá Arnóri og við buðum fjölskyldu og vinum til veislu. Sólin skein hátt á himni og í samráði við prestinn ákváðum við á síðustu stundu að færa skírnina út á pall. Þetta var svo falleg stund, full af hamingju, gleði og sólargeislum. Aþena Röfn var svo róleg og afslöppuð og kærði sig að sjálfsögðu ekki um að vera haldið á eins og ungabarni, enda orðin 3 og hálfs mánaðar gömul og vildi fá að horfa á allt fólkið sem var mætt til að fagna henni. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir skírði og systkini okkar voru skírnarvottar.

Við vorum með veitingar og kökur.. fallegustu kökur sem ég hef á ævi minni séð. Ég hef fylgst með báðum bökurunum lengi og ég sver það, þetta eru þeirra fallegustu kökur hingað til!
Hvíta kakan er gerð af Unu Dögg @una_bakstur og blómin eru ekta! Svo stílhrein og falleg og dásamlega bragðgóð.
Bleika kakan er frá Brynju Bjarna @brynjabjarna og er algjört listaverk, nákvæmlega eins og ég hafði hugsað hana nema bara 100x fallegri.

Skírnarkjóllinn er saumaður af ömmu minni heitinni sem ég hefði svo innilega viljað að Aþena myndi kynnast. Hún mun í staðinn fá að heyra ófáar sögur af henni í framtíðinni.

Í lok veislunnar var mín dama svo komin í örlítið einfaldari föt, þennan guðdómlega kjól og sokka frá Petit.is og spariskó frá Minilux.is. Kjóllinn minn er frá Hildi Yeoman (minni allra bestu!) og Arnór var klæddur frá toppi til táar í Suitup Reykjavík, en ég fékk ófáar spurningar út í dressið hans. Hann hafði svo fataskipti og skartaði glæsilega landsliðsgallanum áður en hann hélt aftur til vinnu.

Þessi dagur var dásamlegur í alla staði – takk fyrir okkur elsku fjölskylda og vinir.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

SATURDAY

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Helgi Ómars

    20. June 2019

    Ég gjörsamlega bilast hvað þið eruð falleg. Til hamingju með ykkur, hana og nafnið! <3