fbpx

OUTFIT

OUTFIT

Lúkkið mitt á fótboltaleik síðustu viku. Ég er ekki vön því að klæða mig upp fyrir leiki en ég sver það, það var svo heitt þennan dag að ég gat eiginlega ekki ímyndað mér að klæðast neinu öðru. Ég er alls ekki búin að kaupa mér mikið af kjólum eða sumarlegum flíkum þetta sumarið, en heimsótti elsku Hildi í búðina hennar Yeoman áður en ég fór til Rússlands á HM. Þar keypti ég mér meðal annars bæði samfestinginn og skóna, og ætlaði svo sannarlega að vera dugleg að klæða mig fínt í Rússlandi. Snemma í ferðinni tók síðan morgunógleðin yfir, sem varði allan daginn, alla dagana sem eftir voru af ferðinni. Það tók mig að minnsta kosti tvo klukkutíma bara að vakna, fara í sturtu og koma mér í föt. Þannig þið getið ímyndað ykkur hvað stemningin til að klæða sig upp fauk fljótt út um gluggan. Annars mun ég örugglega skrifa færslu um meðgönguna, hvenær sem það verður. En ég er allavega orðin mun betri í dag og get hlegið smá að fyrra ástandi, svona eftirá.

Samfestingur: Style Mafia // Yeoman
Hælar: Miista // Yeoman – ATH!! Það er bara eitt par eftir í 37 og það er á útsölu núna. Fyrstur kemur fyrstur fær!
Taska: Chanel
Sólgleraugu: Han Kjøbenhavn

Andrea Röfn

FEBRÚAR 2019

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1