fbpx

OUTFIT

ÍSLANDOUTFIT
English version below

Ég er komin til Íslands, rétt í tæka tíð fyrir öll veisluhöldin sem eru um allan bæ á þessum tíma ársins. Á föstudaginn fórum við í stúdentsveisla til frænda Arnórs og laugardeginum var varið í fermingarveislu hjá Tönju frænku minni.

Outfittið á laugardaginn vakti athygli og ég fékk þónokkrar spurningar út í það. Gula dragtin er úr Zöru – ég hef ekki verslað mikið þar síðustu ár en rakst á buxurnar fyrr í vetur og varð ástfangin af sniðinu. Seinna meir sá ég svo jakkann paraðan við buxurnar og fannst það tilvalið veisludress. Loksins kom svo tilefnið fyrir dragtina, nokkrum mánuðum seinna. Skórnir eru frá Miista.

I’m in Iceland, just in time for all the spring festivities. On Friday we went to a graduation party and on Saturday my little cousin had her confirmation gathering. My outfit on Saturday caught the attention of some of my followers when I posted it on Instagram. The two piece set is from Zara, and finally there was an occasion for wearing it this weekend. The shoes are  from Miista.

Þessar myndir eru teknar með Sony A6000 frá Origo

Annars var Trendnet gleði í gærkvöldi þar sem var mikið hlegið. Dýrmætt að geta hitt þennan góða hóp loksins eftir allt of langan tíma!

Andrea Röfn

Instagram: @andrearofn 

GOSH COPENHAGEN VISIT & OUTFIT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Guðrún Sørtveit

    28. May 2018

    Flottust <3