Sólríkur dagur í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Fríið mitt þar var yndislegt og það var kærkomið að slappa aðeins af þegar skólinn var loksins búinn. Ég átti quality time með Köben-búunum mínum og heimsótti svo vinkonu í Malmö. Ég er svo mikill Svíi í hjartanu þannig að það var rosalega kósý að fara aðeins yfir til Malmö og heyra sænskuna :-)
Ég keypti mér þessa trufluðu skyrtu/blússu frá Acne Studios úti. Þetta er uppáhalds liturinn minn og ég gat alveg ómögulega skilið hana eftir í búðinni. Mín reynsla af Acne fötum er líka ekkert nema góð, föt sem maður verður aldrei þreyttur á þar sem þau eru gæði út í gegn.
Skóna fékk ég í Húrra Reykjavík fyrir stuttu en mig hafði dreymt um woven skó frá Nike lengi lengi. Litirnir í skónum eru svo flottir og passa líka vel við nýju skyrtuna!
Skyrta: Acne Studios
Skór: Nike Free Inneva Woven // Húrra Reykjavík
Sunnies: DIOR
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg