fbpx

LÍFIÐ Í HNOTSKURN

MEÐGANGANPERSÓNULEGT

Síðustu daga hefur kúlan tvöfaldast að stærð og ég er sífellt minnt á það af líkamanum mínum að ég er ólétt. Mér finnst það ekkert annað en yndislegt þar sem núna er þetta orðið ansi raunverulegt allt saman og hreyfingarnar aukast með hverjum deginum. En ég passa þar af leiðandi ekki lengur í meiri hlutann af fötunum mínum og er voðalega lítið að klæða mig upp, sem útskýrir minni virkni hér og á instagram, þar sem helsta efnið sem ég læt frá mér tengist yfirleitt því sem ég klæðist. Þessa dagana verða íþróttaföt oftast fyrir valinu áður við Arnór skellum okkur í golf. Hann er komin með golfdellu á hæsta stigi, ég hef aldrei séð annan eins viðsnúning. Fyrir tæpum 3 mánuðum hafði hann varla farið í golf í lífinu en núna nýtir hann alla frídagana sína í að æfa sig eða spila. Mér finnst það að sjálfsögðu ekkert nema frábært, þar sem mér finnst líka gaman að spila golf. Svo ég tali nú ekki um verðmætin í því að eiga áhugamál saman. Stundir þar sem við tölum ekki um fótbolta eða það sem við eigum eftir að gera heima fyrir, heldur njótum bara samveru hvers annars. Það er dýrmætt.

Annars er lífið rosalega rólegt þessa dagana. Ég er langt frá því að vera vön því og þarf að minna mig reglulega á að það er allt í lagi að hafa minna fyrir stafni í smá tíma. Eftir rúmlega 4 mánuði breytist allt og þangað til njótum við stundanna sem við erum tvö. Ég og Arnór. Besta manneskja í heimi sem ég hugsa á hverjum einasta degi hversu þakklát ég er fyrir. Svo læðist þarna inn dass af fótboltaleikjum og golfi.. og ein og ein ný flík á litla barnið okkar. Lífið í hnotskurn þessa stundina.

Þessar myndir voru teknar hér heima í vor af ljósmyndaranum Kyle John. Ég vann með honum á Íslandi fyrir nokkrum árum, en hann býr í Chicago og ferðast um heiminn til að taka myndir af brúðkaupum, pörum og ýmsu öðru. Þessi myndataka var ein sú allra þægilegasta sem ég hef farið í enda með besta vin minn við hlið mér. Við grínuðumst og spjölluðum og föðmuðumst heilan helling eins og þið sjáið. Mér finnst viðeigandi að birta þessar myndir með smá persónulegri færslu eins og þessari.

♡♡♡

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

SATURDAY OUTFIT

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Anna Sesselja

    2. October 2018

    beautyyyy <3