Við fjölskyldan erum hluti af jólagjafahandbók 66°Norður þar sem við förum yfir okkar uppáhalds flíkur ásamt því að svara ýmsum spurningum um jólahátíðina. Við Arnór höfum bæði klæðst 66°Norður síðan við munum eftir okkur og verið í samstarfi við merkið síðustu ár. Svo er Aþena Röfn nú þegar orðin dyggur notandi ungbarnavaranna. Helgi Ómars tók myndirnar.
Hvað er það besta við jólin? „Númer eitt, tvö og þrjú er það samvera með fjölskyldunni. Við búum erlendis og fjarri okkar nánustu og því njótum við þess í botn þegar allir eru samankomnir yfir hátíðarnar. Golf og sól fylgir þar fast á eftir, en jólin eru okkar eina frí allt árið og því kærkomið að eyða því í rólegheitum og allt öðru umhverfi en heima hjá okkur.“
Er einhver jólahefð órjúfanlegur partur af jólunum ykkar? „Fyrir jól förum við á Hamborgarabúllu Tómasar sem er alltaf klædd í skemmtilegan jólabúning og fáum okkur tilboð aldarinnar. Við verðum erlendis um hátíðarnar og spilum því golf á aðfangadag, og reyndar flesta aðra daga um jólin.“
Hvaða flík frá 66°Norður notið þið mest?„Við notum úlpurnar mest og deilum nokkrum þeirra enda henta mörg snið bæði körlum og konum. Svanur kerrupoki er alltaf í notkun þar sem við förum mikið út að labba með Aþenu Röfn dóttur okkar, og hún er í langflestum tilvikum klædd í Spóa merinósamfestinginn og lambúshettuna. Nú er farið að kólna þannig að Bylur peysan hefur verið tekin fram hjá okkur báðum og Laki buxurnar fara að koma sterkar inn hjá Andreu. Arnór er kuldaskræfan á heimilinu og er stundum gert grín að því þegar hann mætir í úlpu í vinnuna í 10 stiga hita. Tindur er fullkomin úlpa í hans tilfelli þar sem hún er bæði mjög létt og hlý.“
Hafið þið eytt jólunum á einhverjum framandi stað?„Andrea er vön því að vera erlendis um jólin og hefur til dæmis eytt þeim í Cape Town, Suður Afríku og Orlando, Flórída. Arnór braut hefðina í fyrsta skiptið síðustu jól og prófaði jól í Flórída. Nú verður ekki aftur snúið hjá honum og jólin verða haldin á sama stað í ár.“
Viðtalið er að finna HÉR og ásamt fleiri vörum í uppáhaldi frá 66°Norður. Á listanum er fullt af sniðugum jólagjafahugmyndum fyrir alla fjölskylduna <3
x
Andrea Röfn
instagram: @andrearofn
Skrifa Innlegg