Ég er komin til Malmö og hafa síðustu dagar aðallega farið í húsnæðisleit og að koma okkur inn í hluti sem skipta máli þegar maður flytur til nýs lands. Í gærmorgun stökk ég yfir til Köben og hitti Hebuna mína sem býr þar og er í mastersnámi við Copenhagen Business School. Allt of langt síðan við áttum gæðastund saman og því mikið að tala um. Við fengum okkur morgunmat á Mad og Kaffe í Vesterbro sem er alltaf jafn góður, en á sama tíma svo vinsæll staður að maður nennir alls ekki alltaf að bíða eftir borði. En þessi morgunn var sem betur fer ekki of busy og við létum okkur hafa smá bið.
Þessi drauma drauma drauma jakki er frá Norse Projects. Ég hef sjaldan ef einhvern tímann verið jafn ástfangin af einni flík. Hann er úr Húrra Reykjavík og er á 50% afslætti núna!
Skórnir eru frá Filling Pieces, hollensku merki sem ég held svo ótrúlega mikið upp á. Buxurnar eru frá Norse Projects. Bæði skórnir og buxurnar eru líkt og jakkinn á 50% afslætti í Húrra.
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg