Færslan er skrifuð í samstarfi við Bioeffect
Ég elska að vinna með vörumerkjum sem ég trúi á og hafa reynst mér vel. Það eru mörg ár síðan ég vann fyrst með BIOEFFECT og ég hef alltaf haldið upp á vörurnar þeirra. BIOEFFECT er íslenskt merki eins og ég vona að flestir viti, sem hefur unnið til fjölda verðlauna á heimsvísu fyrir byltingarkenndar húðvörur. EGF serumið er mín uppáhalds vara, en það inniheldur EGF prótínið sem er unnið úr plöntum í gróðurhúsi þeirra í Grindavík. Ef ég ætti að velja eina húðvöru sem ég væri alltaf með í minni snyrtitösku, þá væri það serumið. Micellar vatnið er líka í miklu uppáhaldi hjá mér, það er einstaklega milt og hentar húðinni minni fullkomlega.
Nú er hægt að eignast þessar dásamlegu vörur og meira til EGF Serum gjafasettinu. EGF gjafasettið inniheldur 15ml flösku af EGF serum, gullfallegan BIOEFFECT taupoka ásamt lúxusprufum af Micellar vatni og Volcanic Exfoliator. Allt á verði einnar EGF serum flösku. Tilvalið sem síðbúin sumargjöf frá þér til þín.. eða einhvers sem þér þykir vænt um.
Ég get ekki lofað þessar vörur nógu mikið, en þær hafa reynst mér ótrúlega vel í gegnum árin. Mér finnst svo skemmtilegt að BIOEFFECT sé íslenskt vörumerki og ég mæli stolt með vörunum þeirra. Gjafasettið fæst í BIOEFFECT Store á Hafnartorgi og í verslunum Hagkaupa.
<3
Andrea Röfn
Fylgið mér á instagram @andrearofn
Skrifa Innlegg