fbpx

AFMÆLISHELGIN MÍN

PERSÓNULEGT

Hamingjukast á sunnudagskvöldi eftir dásamlega afmælishelgi, en í gær varð ég 28 ára. Ég vaknaði við afmælissöng og pönnukökulykt og átti fullkomna morgunstund með Arnóri og Aþenu Röfn. Eftir hádegi fékk ég svo yndislegar vinkonur í afmæliskaffi og er búin að hugsa það alla helgina hversu heppin ég er að eiga svona nánar vinkonur búsettar í nærumhverfinu mínu, allar í Köben nema ein sem býr í næstu götu við mig (!) hérna í Malmö. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar bankað var á dyrnar hjá mér og fyrir utan stóð Denise besta vinkona mín sem býr í Hong Kong. Hún kom mér svo mikið á óvart að ég æpti og skríkti af hamingju. Stelpurnar sátu hjá mér fram yfir kvöldmatarleyti og fylltu heldur betur á gleðibankann hjá afmælisbarninu. Á meðan spilaði Arnór leik í bikarnum sem þeir rúlluðu upp og um kvöldið áttum við svo pizzu og rauðvínsdeit hérna heima eftir að Aþena Röfn sofnaði, jafn glöð og ég með gestagang dagsins. Frábær afmælisdagur og gjörólíkur þeim sem ég átti fyrir ári síðan, gengin 41 viku.Ég fékk nokkrar spurningar út í kjólinn en hann er frá Acne Studios

Sjáiði hvað ég fékk fína afmælisgjöf!! Ég æfði á píanó í mörg mörg ár þegar ég var yngri og langar svo stundum að geta gleymt mér um stund við að rifja upp og læra ný lög. Hljómborð er fullkomið þangað til við kaupum okkur píanó á framtíðarheimilið.

Fyrir kaffihúsadeit dagsins með Malmö vinkonunum sem gáfu mér þennan guðdómlega blómvönd. Næst á dagskrá er svo EINS ÁRS afmæli grallarans míns eftir aðeins fjóra daga. Ég skil núna hvað fólk meinar þegar það vill hægja aðeins á tímanum!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

BARNAHERBERGIÐ

Skrifa Innlegg