Fyrsta máltíð dagsins er mín uppáhalds máltíð og er oftar en ekki matarmikill smoothie eða acai skál. Mér finnst fátt betra en góð skál af Acai, en ég skellti í eina slíka í gær. Í skálina notað ég nýtt acai duft frá Ofurfæði.is. Í vefversluninni er gott úrval af heilsuvörum frá SunFood, sem er amerískt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsuvörum og ofurfæðu.
Acai duftið er unnið úr Acai berjum sem eiga uppruna sinn í Suður-Ameríku og eru í hópi næringarríkustu berja sem til eru. Acai er ofurfæða full af andoxunarefnum, omega fitusýrum og aminosýrum. Berin hafa góð áhrif á líkamann, að innan sem utan. Ég mæli með þessari grein til að lesa enn meira um Acai.
Duftið fæst HÉR Uppskriftin mín:
1 frosinn banani
1 bolli jarðarber
1/2 bolli hindber
2 teskeiðar Acai duft frá Ofurfæði.is
Sirka 1-1/2 dl af möndlumjólk
Lykillinn að góðri Acai skál er að vera með kraftmikinn blender og nota lítinn vökva til að áferðin verði eins lík ís og mögulegt er! Ég setti svo banana út á, jarðarber, bláber, hempfræ, chia fræ og goji ber. Mér finnst líka gott að setja haframjöl, aðrar berjategundir, kiwi og kókos út á.
Nammi!
Afsláttarkóðinn andrearofn gefur ykkur 10% afslátt af öllum vörum á Ofurfæði.is!
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg