fbpx

Á ÓSKALISTANUM: HAY

HEIMAINTERIORÓSKALISTINN

Síðustu vikur hafa farið í tiltekt og að fara í gegnum skápana heima. Ég er reyndar varla hálfnuð og er mjög dugleg að draga þetta á langinn. Í tiltektinni hef ég verið að hugsa hverju mig langar að breyta í herberginu. Efst á listanum er nýtt borð fyrir framan sófann en sófaborðið sem keypt var „bráðabirgða” hefur nú staðið í nokkur ár. Mig langar mikið í HAY Tray Table, það myndi passa fullkomlega við stemninguna í herberginu. Ég hef ekki ennþá gert upp hug minn með hvorn litinn mig langar í og hvort fyrir valinu yrðu jafnvel tvö borð í sitthvorri stærðinni.

HAY1

HAY2

HAY6

HAY9

HAY10

HAY7

HAY11

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

HAY13

HAY14

HAY8

HAY12

Ég átti smá spjall við Svönu um borðin um daginn. Við veltum því fyrir okkur hvort það væri mögulega óhentugt að geta ekki hvílt lappirnar uppi á borðinu þar sem á því eru þessir kantar. Það væri því kannski sniðugt að kaupa eitt borð og hafa við hliðina pullu eða bekk. Ég læt vonandi af því verða að kaupa mér Tray Table í sumar eða haust en borðin fást í Epal. Núna er ég að spara fyrir ferðalagi – hlakka til að segja ykkur frá því fljótlega.

xx

Andrea Röfn

ÞRENNT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    18. March 2014

    Hahaha ég hugsa alltof oft um þessi borð… eflaust í hverri viku, -en verð að geta sett lappirnar uppá borð við sjónvarpið,- vondur ósiður:) Held að djúsí pulla sé málið með svona borði!