Á pallborðsumræðum á Stockholm fashion week (sem var að ljúka) er “Haldbær Tíska” þemað sem mér þykir mjög áhugavert umræðuefni.
Tískuiðnaðurinn í dag þjáist af því að ALLT þarf að vera nýtt ALLTAF sem er ótrúlega ónáttúruvænt. Tískumerki og verslanir keppast við að hafa nýtt í verslunum sínum og á pöllum hvert “síson” og hanna línur mörgum sinnum á ári. Siðferði í neyslu hefur verið mikið trend í heiminum undanfarið en sá hugsunarháttur virðist ekki hafa náð til tískuheimsins þar sem hugsunarhátturinn er til skemmri tíma. Kannanir hafa sýnt að neytendur hugsa minnst um siðferðisleg gildi þegar kemur að tísku. Ef flíkin er nógu kúl þá skiptir ekki máli hvort þær séu saumaðar af börnum?
Eitt sem mér fannst áhugavert í umræðunni var að t.d. stærstu tískurisarnir sjá ekki tækifæri í því að veita þjónustu við vörur sínar. Og þá meina ég að boðið sé uppá að viðskiptavinur hafi tækifæri á að koma með “1.000.000 krónu” tösku sína í viðgerð og að hún eigi þá lengri lífitíma í stað þess að þurfa að fjárfesta í annarri á meðan hin færi í ruslið. Þeir sjálfsagt sjá ekki tækifæri vegna þess að sú þjónusta gefur auðvitað minna í kassann en ný sala. EN gæti ekki bara verið að með þessu móti fengju þeir fleiri kúnna – hinn almenna borgara(sem mögulega þeir vilja samt ekkert, það er kannski einmitt ástæðan?).
Ég sjálf flokkast þar undir. Ég gæti mögulega safnað í púkk fyrir einni “rándýrri” flík eða tösku en ég hef ekkert endilega efni á nýrri þegar sú fjárfesting hefur sungið sitt síðasta. Allavega ekki í dag.
Annað sem vakti áhuga minn var að Filippa K tók mikinn þátt í umræðunni og er þetta málefni mikilvægt fyrir henni og hluti af viðskiptamódeli hennar. Hún hefur t.d. rekið Second hand búð í nokkur ár þar sem viðskiptavinir geta skilað inn sínum gömlu Filippa K fötum sem þeir eru hættir að nota og þannig berast fötin til nýrra eigenda. Filippa K er einnig í samstarfi við “Lánafataskápinn” í Svíþjóð þar sem hægt er að fá lánuð föt eins og á bókasafni – sú fyrsta sem að ég hugsaði til þegar ég las það var elskulega Kelly í Sex&theCity. Þið munið eflaust margar eftir henni, sú sniðuga.
Jæja, þetta voru þá pælingar dagsins. ;)
Mynd frá Filippa K second hand
Jennifer Hudson sem Louise með lánstöskuna sína.
xxx, “Aðeins fræðilegri” Elísabet Gunnars.
Skrifa Innlegg