fbpx

RAKEL JÓNSDÓTTIR

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN

Rakel Jónsdóttir er ekki bara ein af mínum bestu vinkonum. Hún er líka ein af upprennandi fatahönnuðum Íslands. Eftir sýningu hennar í vikunni hjá Listaháskóla Íslands get ég ekki annað en verið stolt.

Línan er að mínu mati svolítið COS-leg sem að gerir hana auðvitað mjög góða í mínum augum.
Ég myndi vilja eiga þetta allt í mínum fataskáp. Já takk.

Til hamingju Rakel –

IMG_0146 IMG_0149 IMG_0140 IMG_0142 IMG_0141 IMG_0134 IMG_0137 IMG_0136

 

Hver er Rakel Jónsdóttir?
Rakel er nemi á örðu ári í fatahönnun í Listaháskóla Íslands sem hefur frá blautu barnsbeini haft óstöðvandi áhuga á tísku og hönnun.

Hver var innblásturinn í hönnuninni á línunni?
Ég skoðaði mikið myndir frá lok 60s byrjun 70s þegar Studio 54 var upp á sitt besta. Hugmyndaspjaldið mitt einkenndist af svona elegant, bohem , glamour, ef að ég má aðeins sletta. Þar voru öll þessi flottu tískuicon alsráðandi, eins og t.d Bianca Jagger, Edie Sedgwic, Andi Warhol, og fleiri. Einnig hafði ég sterkar hugmyndir um liti og efni alveg frá byrjun sem leiddi mig áfram í hönnunarferlinu.

Hver er draumurinn?
Hvað framtíðardrauma varðar þá hugsa ég stórt. Ég hef mikla ástríðu fyrir fatahönnun og ætla mér að starfa í þessum geira hvað sem það kostar. Draumurinn er að einn daginn stofni ég mitt eigið merki en einnig væri ég mikið til í að fara í framhalsnám jafnvel til Parísar. Maður kemst ansi langt á því að eiga sér stóran draum.

xx,-EG-.

ÚT AÐ HLAUPA

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Halla

    1. April 2013

    Mjōg fallegt…

  2. Unnur

    1. April 2013

    Mjög falleg lína og kom ótrúlega vel út á pallinum á sýningnni. Langar, langar, langar…

    • Elísabet Gunnars

      2. April 2013

      Oh já , mig langar líka.