Gleðilegan fyrsta í aðventu kæru lesendur. Ég hef varla áttað mig á því að það sé kominn vetur en hér erum við samt mætt, byrjuð að telja niður í jólin sem bráðum mæta í hús. Eins og fyrri ár gef ég vel valdar gjafir með góðum samstarfsaðilum á aðventunni.
Í miklu hamingjukasti heimsótti ég Skylagoon í vetrarblíðviðri – Bali eða Kópavogur? Ég var ekki viss .. Ég er aðdáandi þessarar perlu höfuðborgarsvæðisins og er þakklát fyrir það að geta gefið ykkur tækifæri á heimsókn þangað sem innifelur passa í lónið ásamt fullt af fleiri fríðindum – með einhverjum sem ykkur þykir vænt um.
Viltu gefa gjöf sem býr til samveru og nærir líkamlega og andlega líðan? Þá er þetta gjöf sem gleður.
Fyrsta aðventugjöf ársins er stefnumót í Skylagoon – dásamlegt deit fyrir hvaða dúó sem er.
Innifalið:
- 2 Sky Pass
- Sjö skrefa Ritúal meðferð
- Vel búinn einkaklefi með sturtu ásamt Sky Body Lotion og handklæði
- Drykkur á mann (vín hússins, af krana eða óáfengt)
- Sky sælkeraplatti á Smakk Bar
Finndu hugarró við sjávarsíðuna þar sem himinn og haf renna saman – ó svo dásamleg leið til að gera vel við sig. 7 skrefa Ritúal meðferðin setur svo punktinn yfir i-ið. Mæli mikið með.
Fleiri sniðugar jólagjafir sem Skylagoon bíður uppá:
Multi-Pass sem gjafakort
6 skipti á meira en helmingsafslætti.
Drykkur sem gjafakort
Þú getur bætt drykk sem gjafakorti við gjöfina til að gera góða stund enn betri. Eingöngu hægt að kaupa í Sky Lagoon.
Þegar þú kaupir gjafakort þá býrðu sjálfkrafa til 20% afslátt af Sky Lagoon húð- og heimilisvörum. Sá afsláttur er veittur þegar þú borgar með gjafakorti. OG síðast en ekki síst þá fást gjafakortin og vörur nú innpakkaðar í hátíðlegar gjafaumbúðir fyrir 300 kr en þær renna óskertar til Kolviðar sem plantar tré fyrir hvern kassa. 1 gjafaaskja = 1 tré ❤
Í myrkri og kulda er gott að hlýja sér – eins og segir í laginu góða og á svo einstaklega vel við þessa upplifun á vetrarmánuðum.
Meira: HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg