Gleðilegan mæðradag!
Árlegt átak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hófst í vikunni þegar sala á mæðradagskertum fór í sölu. Eins og fyrri ár eru kertin hönnuð af Þórunni Árnadóttur og eru skemmtilega sniðug með leyniskilaboðum. Þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Kaupendur geta valið um nokkrar útfærslur og undirrituð á eina uppáhalds setningu í ár. Ég fæ næstum kusk í augun yfir því að sjálf Vigdís Finnbogadóttir hafi valið setninguna okkar, Konur Eru Konum Bestar, sem ein mömmu skilaboð í ár. Við urðum mjög stoltar þegar Menntunarsjóður fékk leyfi fyrir því að nota setninguna með í ár.
Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur óskertur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til mennta. Markmið sjóðsins er að efla styrkþega til mennta og auka þannig möguleika þeirra á að finna góð störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð.
Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun.
Mæli svo sannarlega með. Fæst meðal annars í verslun Epal, Snúrunni, Heimkaup, Aha.is, Pennanum og Ísblóm.
xx,-EG-
Skrifa Innlegg