fbpx

AARKE KOMIÐ TIL ÍSLANDS!

SAMSTARFSHOP

Þegar þetta er skrifað er ég alveg að tryllast úr spennu! Loksins loksins má ég segja frá nýrri uppáhalds vöru sem kemur í sölu á Íslandi um helgina. Um er að ræða AARKE sódavatnstæki sem hefur tryllt lýðinn í Danmörku og Svíþjóð og verður nú loksins fáanlegt á Íslandi. Það er HALBA sem tekur vörumerkið í sölu en við Gunni (betri helmingurinn) ásamt bestu partnerum, Álfrúnu Páls og Viktori Bjarka, stöndum á bakvið fyrirtækið.

Í tilefni þess að varan fer í sölu í HAF STORE þá munum við standa vaktina í versluninni með heitt á könnunni á laugardaginn, 10 nóvember. Boðið verður uppá frískandi sódavatn, kaffi og croissant. Sjáumst þar! Meir um það HÉR.

ÚT MEÐ EINNOTA PLAST – INN MEÐ AARKE!

Sjáiði þessa fegurð –

Aarke er sódavatnstæki, hannað af tveimur sænskum vöruhönnuðum, sem tóku þetta klassíska eldhústæki sem margir þekkja og settu í nútímalegri búning. Útkoman er sannkölluð eldhúsprýði, tímalaus og falleg hönnun sem einnig er góð fyrir umhverfið.

KYNNINGARTILBOÐ
Þessa fyrstu daga verður 10% kynningarafsláttur af tækjunum. Þau verða til sölu í takmörkuðu magni og er tilboðið aðeins fáanlegt í HAF Store og á vefsíðu AARKE á Íslandi.

Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn!

VIÐBURÐUR HÉR

&

AARKE vefsíða HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

REYKJAVÍKUR RÖLT

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. AndreA

    8. November 2019

    JESSSSSS
    Nei ég EEEEEELSKA mína <3

  2. Anna Bergmann

    8. November 2019

    Hlakka til að næla mér í svona fyrir mitt heimili ! xx

  3. Pingback: Aarke - Forsíða - aarke.is