Áður en ég dembi mér í árlegu jólagjafahugmyndirnar þá mátti ég til með að setja einn óskalista saman fyrir mig – 10 óskir. Ég hef undanfarið verið nokkuð sparsöm og er orðin mjög passasöm upp á það hvaða hlutir bætast við heimilið okkar. Það er þó erfitt að vera sparsamur þegar manni vantar hreinlega hluti eins og í mínu tilfelli núna en þar má nefna krem, maskara, húfu, jógahandklæði og annað fínerí – sem er klárlega nauðsynlegt fyrir sálina eða er það ekki annars?
// Húfa frá COS, ég hef átt eins í bleiku en týndi henni því miður. // Svartar morgunverðaskálar frá Bitz sem ég er nýbyrjuð að safna, fást t.d. í Dúka, Snúrunni og Bast. // Kertastjaki og glervasi frá Ikea, sé fyrir mér að það sé fallegt að setja smá jólapunt ofan í. // Steingrá rúmföt frá Winston Living, sá líka svona kolsvört sem eru væntanleg – hrikalega flott. Sjá meira úrval hér. // Hvatningararmband frá Daniel Sword, ég gæti hugsað mér fleiri í safnið, Dúka. // Tyrkneskt handklæði frá TAKK home, sjá sölustaði hér. // Ég er lítið fyrir að prófa endalaust af snyrtivörum, ef ég finn eitthvað sem er gott þá vil ég nota það áfram. Clinique eru góðar vörur og eruð þið að sjá hvað þessar umbúðir eru fallegar á litinn♡// Mjúkur og loðinn púði frá Ikea. // Gyllt ígulker sem borðpunt, einstaklega fallegt og svo öðruvísi en við sjáum oft, frá Winston Living.
Skrifa Innlegg