EKKI MISSA AF #IITTALAISLAND GJAFALEIKNUM!

Samstarf

Það sem ég hef skemmt mér að fara yfir innsendar myndir í einn veglegasta gjafaleik ársins þar sem einn heppinn fær í vinning glæsilegan Leimu lampa frá Iittala, kíktu endilega á færsluna um leikinn. Þátttakan er alveg frábær og þó er enn tími til stefnu til að taka mynd og merkja #iittalaisland á Instagram og eiga von á þessum veglega vinning. Ég hef alltaf viðurkennt að vera mjög forvitin og það að ég fái að sjá núna brot af heimilum ykkar og jafnvel inní skápa hjá nokkrum þykir mér vera hrikalega skemmtilegt, og fagurkerarnir sem þið eruð! Myndirnar eru ótrúlega fjölbreyttar sem gerir þetta svo skemmtilegt, sumir birta myndir af erfðargripum og aðrir mynd af iittala safninu eins og það leggur sig. Ég á von á því að veittir verða aukavinningar þar sem þátttakan er svona ótrúlega góð svo ég hvet ykkur til að taka þátt. Þetta er að minnsta kosti gjafaleikur sem enginn fagurkeri vill missa af.

Ég tók saman nokkrar myndir af handahófi sem merktar eru #iittalaisland – ef þín er ekki hér engar áhyggjur ♡

Vinningshafi verið tilkynntur á föstudaginn – ég get ekki beðið eftir að fá að afhenda heppnasta vinningshafa landsins drauma Leimu lampa frá iittala.

Einn, tveir og allir taka þátt!

MINIMALÍSKT Í BERLÍN

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Guðný

  8. November 2017

  Þvílík fegurð í þessum lampa og eg hef sko pláss fyrir hanm ❤

 2. Rakel

  8. November 2017

  Lampinn væri flottur hja ömmu og afa ❤️

 3. Sigríður Fanney Jónsdóttir

  9. November 2017

  Já takk ég væri alveg til í að hreppa þennan glaðning

 4. Arndís I. Helland

  12. November 2017

  Já takk :) Fallegur lampi