fbpx

MINIMALÍSKT Í BERLÍN

Heimili

Þetta innlit er dálítið í anda þess sem ég sýndi ykkur í gær, stórfengleg smáatriði skreyta loftin nema í þetta sinn er innbúið líka dálítið spennandi. Ég rakst á þetta heimili hjá bloggaranum Niki hjá Scandinavian home, sú smekkdama sem ég fæ aldrei nóg af innblæstri frá. Þetta er heimili Selinu Lauck, innanhússstílista sem búsett er í Berlín ásamt fjölskyldu sinni. Stíllinn er minimalískur og með afslöppuðu yfirbragði sem er dálítið skemmtilegt á móti þessum íburðarmiklu loftskreytingum sem ég heillast alltaf svo mikið af.

Myndir : Selina Lauck

Fyrir áhugasama þá kíkti ég í innlit á spennandi lagersölu í dag og er með nokkrar heimsóknir bókaðar á næstunni ♡ Þið finnið mig undir svartahvitu á Snapchat og @svana.svartahvitu á Instagram.

STÓRFENGLEG SMÁATRIÐIN

Skrifa Innlegg