Ég er engin sérstakur aðdáandi hinnar vinsælu Victoriu Secret tískusýningarinnar sem fer fram í London ár hvert. Í rauninni er ég þannig séð ekki mikill aðdáandi þessarar vinsælu verslunarkeðju. Í síðustu viku stigu englarnir hennar Viktoríu á svið í svakalegri sýningu sem er toppuð ár hvert. Það var öllu til tjaldað og fá þau sem standa að baki undirbúnings við slíkt show lof frá mér fyrir vel unnin störf. Gestalistinn er stútfullur af þekktum andlitum, heimsþekktir tónlistarmenn taka lagið og aðeins útvaldar fyrirsætur fá “þann heiður” að taka þátt í sýningunni sjálfri. Þið þekkið líklega flestar “conceptið”.
Ég varð fyrst mjög áhugasöm að skoða frekari myndir frá kvöldinu þegar ég rakst á þær sem Tommy Ton fangaði fyrir Vogue. Maðurinn er ótrúlegur í sínu fagi og nær að gera allt að sínu. Búa til tískumyndir úr efni sem aðrir fanga á allt annan hátt. Hann er hvað þekktastur fyrir hinar flottustu götutískumyndir og þetta er kannski svipuð steming. Ég er virkilega hrifin , stuðið var greinilega baksviðs –
Ætli ég sé ekki mest áhugasöm um að fá að eignast eitthvað af fylgihlutunum sem ekki fara í sölu. Það er auðvitað alveg týpískt. Ljósmyndarinn nær allavega að gera ólíklegasta fólk að aðdáendum, í þetta skiptið mig.
Mjög vel gert! Tommy´s angels …
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg