Ljósmyndarinn Sigga Ella er með frábæra sýningu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndaserían sem um ræðir er 21 portrett mynd af einstaklingum með Downs heilkenni. Það passar vel þar sem alþjóðlegi downs dagurinn var einmitt um helgina, þann 21. mars. Hvet ykkur til að kíkja!
Falleg sýning sem hægt er að lesa meira um HÉR.
Sérstaklega skemmtilegt var að lesa viðtal við Halldóru Jónsdóttur, 30 ára unga konu með Downs-heilkenni. Hún er nemi, starfsmaður á bókasafni, áhugaleikari, tónlistarmaður o.fl.
Hún hafði m.a. þetta að segja og hefur mikið til síns máls:
“Mín skoðun er sú, að það er skemmtilegra að ekki séu allir eins, því við getum lært svo mikið af fólki sem er ekki alveg eins og maður sjálfur. Mér finnst gaman að læra af öðrum og þið megið alveg læra af mér.
Ég vel það að njóta lífsins sem ég fékk, og vera ánægð með það sem ég hef, og gera það besta úr öllu. Það er ekki slæmt líf, eða hvað finnst þér? Þetta var mín skoðun.“
Fögnum fjölbreytileika!
xx, EG
Skrifa Innlegg