Þriðja og jafnframt síðasta sýningin mín á RFF var fyrir JÖR by Guðmundur Jörundsson –
RFF var lokað með svakalegri sýningu frá tískuhúsinu. Reykur og blikkandi ljós hengu úr loftinu og andrúmsloftið var rafmagnað. Allir biðu spenntir. Módelin gengu svo í takt við rokktónlist og sýndu glæsilegu línuna og gáfu áhorfendum gæsahúð. Línan er dramatísk, full af síðum aðsniðnum flíkum í bland við fallega sniðna jakka og kápur, skyrtur og rifnar gallabuxur. Gull choker-ar og belti settu svip á sýninguna sem og skórnir sem eru einnig hönnun Guðmundar. Make-up og hárlúkkið var tryllt; dökk augu, svartur varablýantur, gervilokkar í vörunum, svartir og hvítir hárlokkar yfir andlitinu og svört rót. Að mínu mati virkilega flott sýning og á Hrafnhildur Hólmgeirs snillingur stórt hrós skilið fyrir fallega stíliseringu. Jör by Guðmundur Jörundsson lokaði hátíðinni á glæsilegan hátt og er Guðmundur kominn ofarlega á lista yfir bestu hönnuði landsins. Það var virkilega skemmtilegt að vera partur af sýningunni.
Fríða María hannaði make-up útlitið fyrir JÖR
MYNDIR:
Birta Rán
Guillaume Roujas fyrir nowfashion.com
Eygló Gísla
Erna Hrund
Takk fyrir mig JÖR!
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg