fbpx

NIKE BY AIR OPNAR Í DAG

HEILSURÆKTUMFJÖLLUN

Í dag opnar Nike verslunin AIR í Smáralind. Í búðinni eru aðeins fáanlegar nýjustu Nike vörur úr línunum Training, Running, Sportswear ásamt fjöldanum öllum af skóm. Verslunin mun bjóða upp á nýja lausn í afgreiðslukerfi og fer afgreiðslan fer fram á iPod touch.

Í tilefni opnunarinnar verður 20% opnunarafsláttur af öllum vörum og sérstök tilboð af völdum vörum. Opið er til 21 í kvöld.

Ég kíkti í heimsókn í AIR og skoðaði vöruúrvalið sem er glæsilegt! Búðin er virkilega falleg og vel upp sett og minnir andrúmsloftið mikið á Nike Town búðirnar sem staðsettar eru víðsvegar um heiminn. Fötin sem ég mátaði eru öll komin á óskalistann, það kemur ekki á óvart.

Ég mæli með heimsókn í AIR sem er staðsett á annarri hæð Smáralindar. AIR er líka á instagram: @nikebyair #nikebyair

Nú er ég farin í ræktina!

 xx

Andrea Röfn

RFF #2 - SIGGA MAIJA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Þorvaldur

    9. May 2014

    Flott stöff. Nike er að gera góða hluti núna í skónum, Air Force 1s, Roshe Run og Free auðvitað.