fbpx

Baksviðs fyrir JÖR á RFF°5

AuguBaksviðsFashionMACmakeupMakeup ArtistRFF

Ég held að langflestir sem hafi séð hvað fór fram á sýningu JÖR by Guðmundur Jörundsson séu sammála um að sýningin hafi slegið í gegn! Stíliseringin var fullkomin og hvert dress var úthugsað – persónulega fannst mér engir sér hápunktar í sýningunni heldur var sýningin í heild sinni hápunktur hátíðarinnar – og hvert dress í sýningunni var hápunktur sýningarinnar. Það sást vel strax baksviðs þegar var verið að undirbúa fyrirsæturnar fyrir sýninguna. Samtals tóku 21 fyrirsæta þátt í sýningunni og það var því mikið að gerast baksviðs þar sem förðunin sem Fríða María hannaði var mjög flókin á tímabili voru nánast allar sminkurnar baksviðs farnar að mála fyrirsætur – hvort sem þær voru í teyminu hennar Fríðu Maríu eða Guðbjargar Huldísar. Allt var mjög vel skipulagt hjá MAC fyrir hraðaskiptin en þónokkrar fyrirsætur komu úr sýningu Siggu Maiju og svo kom ein fyrirsæta úr sýningu Cintamani sem var beint á undan JÖR. Allt gekk þó upp og þrátt fyrir smá seinkun virtist gestum RFF alveg sama – spennan fyrir sýningunni var það mikil.

Ég fylgdist að sjálfsögðu með öllu sem fór fram baksviðs og hér sjáið þið það sem var á seyði…jörbaksviðs25 jörbaksviðs23 jörbaksviðs22 jörbaksviðs21 jörbaksviðs20 jörbaksviðs19 jörbaksviðs18 jörbaksviðs17 jörbaksviðs16 jörbaksviðs15 jörbaksviðs14 jörbaksviðs13 jörbaksviðs12 jörbaksviðs11 jörbaksviðs10 jörbaksviðs9 jörbaksviðs8 jörbaksviðs7 jörbaksviðs6 jörbaksviðs5 jörbaksviðs4 jörbaksviðs3 jörbaksviðs2 jörbaksviðsÞað var einstakt að fá að fylgjast með hæfileikaríku makeup artistunum frá MAC gera þessa trylltu förðun fyrir JÖR. Mér finnst myndirnar sem þið eruð vonandi búin að skoða vel segja allt sem segja þarf um hæfileikaríka fólkið sem vinnur baksviðs við að gera RFF einn flottasta tískuviðburðinn á hverju ári!

Fríða María sló í gegn með þessa förðun hjá mér alla vega en mér fannst svo sem allar farðanirnar æðislegar enda mikill aðdáandi þeirra Fríðu Maríu og Guðbjargar Huldísar.

Ég á nóg af baksviðs myndum eftir til að sýna ykkur svo í vikunni.

EH

Sigga Maija RFF°5

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Inga Rós

    30. March 2014

    Sjúklega flott sýning og svo flott stílíseruð.