fbpx

UNDIR JAPÖNSKUM ÁHRIFUM Í KAUPMANNAHÖFN

Heimili

Ég er ennþá stödd í Kaupmannahöfn í huganum… eðlilega þegar litið er út um gluggann. Á meðan regnið lemur gluggann þá er gott að vera inni í hlýjunni með fingur og tær í kross á meðan óskað er eftir sumrinu. Hvað er annars að frétta með þetta veður er alveg þreyttasta spurningin – ég veit það. En í alvöru. Getum við einhvernvegin fært Ísland örlítið…

Það er danskt innlit í tilefni dagsins en á Elle Decoration má finna þetta fallega danska heimili sem er undir miklum japönskum áhrifum. Hér býr Carina Baumann Petersen í Kaupmannahöfn og hefur hún komið sér ótrúlega vel fyrir. Heimilið er skreytt mörgum erfðargripum frá japanskri ömmu hennar og gerir hún japönskum uppruna sínum hátt undir höfði.

     

// Viðtalið má finna hjá Elle Decoration

Ljósblá borðstofan dregur fram fallega loftið, blómaskreytt postulínið og kimono, þarna sést vel hvað litir skipta ótrúlega miklu máli. Það er einhvernvegin allt spennandi á þessu heimili og fullkomin blanda af japanskri antík ásamt danskri klassík.

Ég held ég skelli mér bara í kimono og verði með sól í hjarta til að lifa af þessa lægð. Mæli með færslunni hennar Andreu hér á Trendnet um fallega Kimono – sjá hér ♡

Ykkur er velkomið að fylgjast með á Instagram @ svana.svartahvitu // snapchat @svartahvitu

INSTAGRAM TIL AÐ KÍKJA Á : @MORTILMERNEE

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1