fbpx

TRYLLTUR BAÐHERBERGJA INNBLÁSTUR

BaðherbergiFyrir heimilið

Það getur verið ansi dýrt að taka í gegn baðherbergið og er það líklega ástæða þess að meirihluti þeirra eru alveg einstaklega óspennandi í útliti – þið vitið sko alveg hvað ég er að tala um! Og oft á tíðum þegar búið er að eyða miklum pening í nýjar græjur og innréttingar er útkoman mögulega eins og öll hin baðherbergin – ég meina ekkert leiðinlegt – en það vantar allt fútt í þetta ♡ Smá litir og öðruvísi flísar að minnsta kosti…. Ég tók saman nokkrar myndir af baðherbergjum sem heilla mig og eiga það sameiginlegt að vera öðruvísi hver á sinn hátt.

Myndir via Pinterest 

Vá hvað ég gæfi mikið fyrir eitt svona djúsí baðherbergi – hvert er ykkar uppáhalds? – Ef þið smellið á myndirnar hér á ofan þá birtast þær stærri.

// Þið getið einnig fylgst með mér á instagram @svana.svartahvitu 

FALLEGT HEIMILI ÞAR SEM BIRTAN FLÆÐIR INN

Skrifa Innlegg