fbpx

TREND: PLÖNTUR

Fyrir heimilið

Ég veit… old news hugsa sumir, en núna er komin helgi og því tilvalið að nýta hana meðal annars í það að kíkja í blómabúð og kippa með sér eins og einni fallegri pottaplöntu og sumarlegum afskornum blómum til að setja í vasa, það er svo ofsalega fallegt eins og sjá má á þessari mynd hér að neðan. Ég rakst til að mynda á mjög fallega Monstera plöntu í síðustu viku í bæði Garðheimum og Blómaval fyrir áhugasama. En svo bý ég svo vel að búa bara nokkrum skrefum frá Blómabúðinni Burkna hér í firðinum fagra og kannski maður rölti við og fái sér helgarblóm.

Untitled-2

Myndin hér að ofan kemur frá House Doctor, þeir eru svo oft með puttann á púlsinum þegar kemur að stíliseringu og þessi fær mig alveg til að hugsa um sumar. Ég er voða hrifin af þessum ljósum sem hanga yfir borðinu en ég var að skoða þau nýlega á búðarrápi um daginn en þau sá ég í Línunni.

Ég vona að þið hafið tekið eftir nýju sumarbloggurunum hjá okkur á Trendneti, ég er voðalega skotin í þeim báðum og eru þær snillingar á sínu sviði þær Eva Laufey og Linnea. Ég mæli með að kíkja við á þær:)

Ég ákvað svo að hressa örlítið við bloggið mitt svona í tilefni sumarsins og rifjaði upp gamla takta í Illustrator, vonandi lýst ykkur vel á.

Góða helgi x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

LÍTIÐ & SMART Á 63 FM

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Ragga

    25. April 2015

    Mig langar að spyrja þig álits – svona afþví að þú ert svo ótrúelga smart :)

    Ég á s.s. aalto tulipanavasa sem ég hef hingað til notað undir kerti á veturna (s.s. geyma þau) og lifandi blóm á sumrin, yfirleytt tulipana eða lúpinur (svona í þann stutta tíma sem þær lifa). Það kostar hinsvegar ansi mikið að kaupa tulipana einu sinni í viku svo ég er búin að vera að spá í því að kaupa mér plöntu til að hafa í vasanum.

    Ég er hinsvegar búin að googla endalaust og reyna að finna mynd af plöntu í svona vasa en ekkert gengur! Hefur þú séð svoleiðis ? Ef svo er hvernig kemur það út ? :)

    PS – alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, sérstaklega þegar þú birtir myndir af fallega heimilinu þínu ;)

    • Svart á Hvítu

      26. April 2015

      Hæhæ, takk fyrir ótrúlega skemmtilegt komment:) Gaman að byrja daginn á því.
      Ég á einmitt við sömu vandræði að stríða… keypti mér túlípana í gær á tæpar 2þús kr. og ég gef þeim kannski 4 daga áður en þeir deyja! Glatað.
      Ég var samt að panta mér um daginn gervitúlípana af ebay, ég þekki eina sem hefur pantað þannig sem segir þá vera nánast alveg eins og ekta! Ég pantaði 2 búnt fyrir mig í hvítu og 2 fyrir mömmu í bleiku svo ég gæti mögulega bíttað.
      Skal birta mynd þegar þeir skila sér, eiga þó ekki að koma fyrr en um 10 maí, en getur kíkt á þá hér þangað til: http://www.ebay.com/itm/191353063540?_trksid=p2059210.m2749.l2649&var=490473569016&ssPageName=STRK%3AMEBIDX%3AIT

      Kostar um 2500 tvö búnt:)

      Varðandi plöntu í aalto vasa þá hef ég helst verið að sjá hýasintur í þannig, en kemur pottþétt mjög vel út að hafa fallega plöntu, þú þarft bara að starta trendi;)

      Fann eina mynd í fljótu bragði, http://thedesignfiles.net/2014/11/amber-creswell-bell-and-andy-bell/
      Þarna ofan á arninum, -mjög flott með einmitt einhvernvegin svona hangandi plöntu!

      MBK.Svana:)

      • Ragga

        3. May 2015

        Takk fyrir svarið :)

        Ég er enn að melta þetta – vasinn stendur tómur á borðstofuborðnu og bíður eftir því að eigandinn komist að niðurstöðu með næstu skref!

        Annars var ég einmitt búin að skoða tulipanana á ebay, mér finnst þér bara svo ansi litlir – hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út hjá þér (treysti á mynd!)..

        Er samt að spá í að kaupa latex rósir á ebay – þær eru öllu stærri eða um 45 cm… :)

        • Svart á Hvítu

          3. May 2015

          úbbs ég kíkti ekki einu sinni á stærðina haha… en þeir bíða mín núna á pósthúsinu svo það ætti að styttast:)