SUMARLEGT GARÐPARTÝ HJÁ HOUSE DOCTOR

Fyrir heimiliðHugmyndir

Það er á mínum lífsins óskalista að eignast hús með stórum garði og ég er vissulega með augun á einu krúttlegu húsi hér í firðinum fagra en ætla að fá að halda því aðeins lengur fyrir sjálfa mig… mögulega í nokkur ár en hver veit nema ég vinni í lottói. Ef ég ætti garð þá myndi ég slá upp í gott garðpartý helst í kvöld! Ég hef lengi haldið upp á danska House Doctor, stíllinn er alltaf mjög fallegur og ekki skemmir fyrir að vörurnar eru oft frekar ódýrar eða að minnsta kosti smáhlutirnir. Þetta garðpartý er algjört æði og er fullkomið fyrir íslenskt sumarkvöld. Hægt að hjúfra sig í teppi og sötra langt fram eftir kvöldi. Stíllinn er látlaus með léttum ljóskerum og seríum í trénu og fallegur borðbúnaður á borðinu – ekkert plast hér. Bara alvöru lekkert garðpartý!

 Skál fyrir sumrinu og eigið góða helgi ♡

10 BJÚTÍFÚL SKÁPAR & SKENKAR

Fyrir heimiliðHönnunVerslað

Ég fæ reglulega fyrirspurnir um stofuskápa og þá sérstaklega hvaðan skenkurinn minn er sem sést stundum glitta í á heimilinu mínu. Þann skenk smíðaði hann Andrés minn og fæst því hvergi. Ég ákvað því að taka saman 10 flotta skápa og skenka úr öllum áttum enda eitt af þeim húsgögnum sem fáir vilja vera án. Ég get dundað mér dögunum saman að raða á skenkinn okkar fallegum hlutum og er einnig alltaf með augun opin eftir hentugum skáp undir stellið okkar. Að sjálfsögðu eru 10 skápar/skenkar aðeins lítið brot af úrvalinu sem er í boði og ég tala nú ekki um alla þá tekk skápa sem eru í umferð á sölusíðum á netinu.

Það var að koma nýtt merki til landsins en það er sænska A2 sem einbeitir sér að hönnun á húsgögnum. Þessi fallegi skápur fæst í Dúka.

Þessir tveir eru líka frá A2 en hægt er að skoða allt úrvalið hér.

A2  

Þessi fallegi skenkur heitir Reflect og er frá Muuto sem fæst í Epal.

Fabrikor frá Ikea er nýkominn í stórri stærð en sá minni sem er einfaldur hefur notið vinsælda.

Berg skápurinn frá House Doctor er skemmtilegur með grafísku mynstri. House Doctor fæst m.a. í Fakó Húsgögn.

Það hefur lítið farið fyrir Bylassen húsgögnum en heldur betur meira farið fyrir smávörunum (Kubus). Frame eru mjög flottir skápar sem hægt er að raða saman að vild, litir, stærðir, upphengt eða með fótum. Bylassen fæst í Epal.

Hér er einn mjög klassískur og fallegur úr smiðju danska Bolia.

Superfront er snilldarmerki sem ég hef áður skrifað um en þar er hægt að sérsníða skápa frá Ikea og bæta við fótum, hurðum og höldum. Alls ekki ódýrt en þó skemmtilegur möguleiki.

Hér sést glitta í okkar fína skenk sem ég er svo hrifin af, hann er heldur styttri en margir skenkar eru sem gerir hann smá krúttlegan. Ég hef engan sambærilegan skenk fundið þegar ég er beðin um hugmyndir, en þessi hér frá Línunni er í svipuðum stíl fyrir utan gylltu höldurnar.

20 FERMINGARGJAFA HUGMYNDIR

HönnunHugmyndirVerslað

Þá er sá tími runninn upp, fermingar! Ég fæ á hverju ári mikið af pósti frá lesendum varðandi gjafahugmyndir fyrir ýmis tilefni t.d. brúðkaup, stórafmæli og fermingar en það getur reynst erfitt að vita hvað 14 ára unglingar óska sér. Ég man að sjálfsögðu ennþá eftir minni fermingu og ég man sérstaklega vel eftir gjöfunum sem voru allar mjög fallegar og sumar þeirra á ég enn í dag, ég er alveg á þeirri skoðun að það eigi að gefa gæði á svona tilefnum og eigulega hluti sem geta elst með fermingarbarninu. Það er kannski þessvegna sem ég hugsa nánast eingöngu um hluti til að fegra herbergið þegar kemur að fermingargjöfum!

Ég tók saman nokkrar hugmyndir sem veita ykkur vonandi innblástur ef þið eruð að vandræðast með fermingargjöf. Margir unglingar hafa alveg jafn mikinn áhuga og við að hafa fallegt í kringum sig og því um að gera að gefa þeim fín rúmföt, töff hliðarborð við rúmið, lampa, eitthvað undir skartið, töff skrifborðsstól og annað til að punta herbergið svo þau geti verið spennt að bjóða vinum sínum heim.

fermingar

//1. Smart hliðarborð sem bæði er hægt að nota þegar vinirnir koma í heimsókn en einnig sem náttborð. Bloomingville, fæst í A4. //2. Panthella mini er til í mörgum skemmtilegum litum sem henta vel í unglingaherbergi, fást í Epal. //3. Klassísk íslensk hönnun – það þekkja allir Krummann frá Ihanna home, sölustaðir eru m.a. Dúka og Epal. //4. Spegill sem hægt er að leggja skartið sitt á, Normann Copenhagen, fæst í Epal. //5. Rúmföt er mjög klassísk gjöf og allir unglingar ættu að eiga eitt fallegt sett. Dots frá Ihanna home, söluaðilar m.a. Dúka og Epal. //6. Sætur kertastjaki til að punta herbergið, þessi er flottur stakur en einnig í grúppu með fleirum. Jansen+co, fæst í Kokku. //7. Hnattlíkan með ljósi er hrikalega smart, þessi fæst í A4. //8. Pirouette armband frá Hring eftir hring er bæði fínt en einnig hægt að nota dagsdaglega. Fæst m.a. í Aurum og Epal. //9. Þessar vegghillur eru æðislegar og hægt að raða saman að vild og snúa hilluberunum á tvo vegu, Pythagoras hillur fást í Dúka. //10. Krúttlegt hliðarborð með geymslu, fullkomið sem náttborð í unglingaherbergi. Fæst í A4. //11.  Bleikur Kastehelmi kertastjaki frá iittala í sætum bleikum lit. Fæst á flestum sölustöðum iittala. //12. OH stóll hannaður af Karim Rashid fyrir Umbra er flottur við skrifborðið og sérstaklega smart að leggja á hann gæru. Kostar 9.900 kr. í A4. //

Hér að neðan má sjá OH stólinn líka í svörtum en hann kemur í 6 litum. En mig langaði til að segja ykkur að dagana 23. – 27. mars eru Tax free dagar í verslunum A4 en þar fást t.d. vörur frá merkjum á borð við Bloomingville og House Doctor sem ég elska ó svo mikið ♡ Alltaf gott að nýta sér afslætti!
0083a00608-6b

Hér að neðan má síðan sjá fermingargjafahugmyndir sem ég setti saman í fyrra en eiga ennþá mjög vel við.

ferming2-620x852

1. Plaköt til að skreyta vegginn eru tilvalin í unglingaherbergi, þetta er frá Reykjavík Posters, fæst m.a. í Epal, Hrím og Snúrunni.// 2. Vasi frá Finnsdóttir, Snúran. // 3. DIY stafalampi, Petit. // 4. Muuto Dots snagar, Epal. // 5. Töff demantaljós, Rökkurrós. // 6. Bleikur gærupúði frá Further North, Snúran. // 7. Þráðlaus heyrnatól frá Bang & Olufsen. // 8. Fallegt hálsmen frá Octagon. //

Ég vona að þessi listi komi að góðum notum fyrir einhverja og þú mátt endilega benda á þessa færslu sérstaklega ef þú þekkir einhvern sem er að fermast sem getur þá valið sér hluti á óskalistann sinn. Æj hversu gaman væri að fá að fermast aftur – viðurkennum það bara, það var að hluta til bara vegna gjafanna:)

svartahvitu-snapp2-1

HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ AALTO VASANN FRÁ IITTALA?

HönnunKlassíkPersónulegt

 

Aalto vasann frá Iittala þekkja flestir en Iittala vörur virðast vera staðalbúnaður á heimilum okkar sem höfum gaman af hönnun enda afar fallegar og vandaðar vörur. Ég ákvað að taka saman smá fróðleiksmola um þennan fagra vasa fyrir áhugasama, það er nefnilega ekki alveg að ástæðulausu að hann sé svona gífurlega vinsæll. Í ár fagnar hann einnig 80 ára afmæli sínu og í því tilefni verður hann framleiddur í nýjum lit, nostalgískum emerald grænum.

Saga finnska hönnunarfyrirtækisins Iittala hófst árið 1881 þegar glerverkstæðið var stofnað í litlu þorpi sem hét Iittala. Það var þó ekki fyrr en uppúr árinu 1920 sem fyrirtækið varð að því sem við þekkjum það í dag og hóf það þá framleiðslu á listrænum glermunum fyrir heimilið með listamenn eins og Alvar Aalto í fararbroddi. Aalvar Aalto hannaði vasann ásamt eiginkonu sinni Aino Aalto árið 1936 fyrir heimssýninguna í París. Tillagan sem Aalto sendi inn voru skissur af vösum og skálum í lífrænu formi sem hægt væri að nota á marga vegu, t.d. sem bakka, ávaxtaskálar eða ílát undir kaktusa og annað. Formin voru innblásin frá þeim fjölmörgu stöðuvötnum í Finnlandi, enda landið gjarnan kallað þúsund vatna landið og útlínur þess minna gjarnan á útlínur Aalto vasanna. Hugmyndin þótti mjög djörf á þessum tíma og sló aldeilis í gegn á heimssýningunni í París árið 1937 en þar voru sýndir 10 hlutir úr línunni, allt frá grunnum diskum til stærðarinnar vasa um meter háann. Árið 1937 sáu Aalto hjónin einnig um innanhússhönnun Savoy veitingarstaðarins í Helsinki og voru nokkrir hlutir frá heimssýningunni valdir fyrir staðinn, þar á meðal 16 cm hái Aalto vasinn sem var vinsælastur, fljótlega festist nafnið Savoy við vasann og þekkja margir hann undir því nafni enn í dag þrátt fyrir að Iittala tali um Aalto vasa.

Aalto vasarnir eru enn þann daginn í dag handgerðir af mjög færu handverksfólki í Iittala verksmiðjunni en það krefst margra ára þjálfunar að geta blásið Aalto vasann á fullnægjandi hátt. Það leit allt út fyrir að um 1960 yrði framleiðslu á vasanum hætt enda aðeins tveir litir ennþá í framleiðslu í einni stærð og salan gekk ekki nægilega vel. Aalto vasinn varð þó endurvakinn eftir að Aalvar Aalto lést í lok áttunda áratugarins (1976) og varð fljótlega gífurlega vinsæll og er í dag ein frægasta finnska hönnunin sem gerð hefur verið og hönnunartákn.

Aalto vasarnir eru munnblásnir á hverjum degi í Iittala verksmiðjunni, það tekur 7 handverksmenn, 12 ólík stig, 1100 °C og 10 klst til að búa til einn vasa.

Þar hafið þið það! Ég held ég kaupi mér blómvönd í minn vasa á morgun:)

MEÐ DASS AF RÓMANTÍK & SVEITASJARMA

Hönnun

House Doctor þekkið þið öll enda eitt ástsælasta merkið á íslenskum markaði. Á Ambiente sýningunni sem ég var að koma af voru þau með risavaxinn sýningarbás sem heillaði gesti upp úr skónum! Ég er persónulega mjög hrifin af House Doctor vörunum en þær eru fyrst og fremst mjög smart en einnig á viðráðanlegu verði, það er smá rómantískur sveitasjarmi yfir hönnuninni frá þeim sem gefur heimilinu hlýlegt yfirbragð.

Ég læt nokkrar myndir fylgja með frá sýningunni,

IMG_0780 IMG_0781 IMG_0782 IMG_0783 IMG_0784 IMG_0785 IMG_0786 IMG_0788 IMG_0791 IMG_0792 IMG_0793 IMG_0794 IMG_0795 IMG_0796

Þarna eru mjög margar vörur sem ég get ekki beðið eftir að sjá í verslunum hérlendis og vonandi í tæka tíð fyrir sumarið!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

FRÉTTIR: NÝTT FRÁ HOUSE DOCTOR & FERM LIVING

Fyrir heimiliðHönnun

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri í byrjun hvers árs er að skoða allar nýjungarnar sem hönnunarfyrirtækin senda frá sér, sum hver byrja strax í janúar að kynna línurnar sínar á netinu á meðan að önnur bíða mögulega með að kynna vörurnar fyrir stóru hönnunarsýningarnar en þær eru ófáar framundan. Ég er þegar komin með boðsmiða á Ambiente vörusýninguna í Frankfurt sem er í byrjun febrúar og svo styttist líka í HönnunarMarsinn sem ég bíð alltaf spennt eftir á hverju ári. Ég er enn að vinna mig í gegnum tölvupóstinn minn eftir fríið mitt en myndirnar sem ég ætla að sýna ykkur fyrst eru úr 2016 bæklingnum frá House Doctor og einnig frá Ferm Living sem fagnar í ár 10 ára afmæli sínu. Stílistarnir sem vinna fyrir þessi merki eru með þeim betri í bransanum en þeir eru auðvitað að vinna með fallegar vörur sem auðveldar vinnuna vissulega, en að setja þessar vörur upp í raunverulegu umhverfi gerir svo ótrúlega mikið fyrir vörurnar og sýna okkur þær á hátt sem við sjáum þær aldrei í verslunum og sumar sem við myndum mögulega ekki veita neina athygli uppi í hillu. Það eru nokkrar vörur sem ég er komin með augun á, House Doctor er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að innanhússtrendum og finnst mér mjög skemmtilegt að sjá það að núna er hægt að kaupa víragrind frá þeim sem notið hefur svo mikilla vinsælda undanfarið ár sem DIY verkefni, sjá hvernig mér tókst til -hér. Ferm Living kemur hinsvegar sífellt á óvart, hrifnust er ég af barnaherbergjalínunni þeirra ásamt því að veggfóðrið Confetti sem gert var í tilefni afmælisins heillar mig mikið. Veggteppið sem Ferm Living framleiðir í samstarfi við Elkeland bíður mín hinsvegar í Epal en ég lét sérpanta það fyrir jól og ætli það verði ekki mín fyrstu kaup í ár frá Ferm Living sem ég held annars mikið uppá:)

Þetta er bara brot úr bæklingnum en restina má sjá í 2016 bækling House Doctor, en vörurnar munu meðal annars fást í Línunni.  Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr nýjasta bæklingnum frá Ferm Living, sem fæst í Epal.

0373db_newsletter_ss16_til_press.jpg

newsletter ss16-kids_ kopi 2

Ég tók einmitt viðtal við stofnanda Ferm Living, Trine Andersen fyrir Glamour þegar hún var stödd hér á landi til að fagna 40 ára afmæli Epal fyrr í vetur, dásamleg kona og með svo góða nærveru að það kemur mér svo sannarlega ekki á óvart hversu langt hún hefur náð í sínu fagi. Það er nefnilega ekki nóg að vera bara klár í sínu fagi, það að koma vel fram við alla og hafa góða nærveru getur komið manni ansi langt í lífinu. Ég fylgist spennt með Ferm Living en þau ætla sér mjög stóra hluti!:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

TREND: PLÖNTUR

Fyrir heimilið

Ég veit… old news hugsa sumir, en núna er komin helgi og því tilvalið að nýta hana meðal annars í það að kíkja í blómabúð og kippa með sér eins og einni fallegri pottaplöntu og sumarlegum afskornum blómum til að setja í vasa, það er svo ofsalega fallegt eins og sjá má á þessari mynd hér að neðan. Ég rakst til að mynda á mjög fallega Monstera plöntu í síðustu viku í bæði Garðheimum og Blómaval fyrir áhugasama. En svo bý ég svo vel að búa bara nokkrum skrefum frá Blómabúðinni Burkna hér í firðinum fagra og kannski maður rölti við og fái sér helgarblóm.

Untitled-2

Myndin hér að ofan kemur frá House Doctor, þeir eru svo oft með puttann á púlsinum þegar kemur að stíliseringu og þessi fær mig alveg til að hugsa um sumar. Ég er voða hrifin af þessum ljósum sem hanga yfir borðinu en ég var að skoða þau nýlega á búðarrápi um daginn en þau sá ég í Línunni.

Ég vona að þið hafið tekið eftir nýju sumarbloggurunum hjá okkur á Trendneti, ég er voðalega skotin í þeim báðum og eru þær snillingar á sínu sviði þær Eva Laufey og Linnea. Ég mæli með að kíkja við á þær:)

Ég ákvað svo að hressa örlítið við bloggið mitt svona í tilefni sumarsins og rifjaði upp gamla takta í Illustrator, vonandi lýst ykkur vel á.

Góða helgi x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

NÝTT FRÁ HOUSE DOCTOR

Fyrir heimiliðTímarit

Við höldum áfram að skoða nýjar vörur en í þetta skiptið deili ég með ykkur myndum úr nýútkomnum bæklingi frá danska merkinu House Doctor. Þar er að finna mikið af spennandi nýjum vörum ásamt gömlum og góðum sem áður hafa sést. Í svona vörubækling eins og þessum má sjá allt vöruúrval merkisins eins og það leggur sig en svo auðvitað rata ekki allar vörurnar í verslanir eins og gefur að skilja:) Ég hef alltaf jafn gaman að svona bæklingum þar sem lögð er mikil vinna í stíliseringu og uppsetningu á vörunum, það gerir nefnilega svo mikið fyrir vöruna að sjá hana í sínu rétta umhverfi.

Ég átti frekar erfitt með að velja bara nokkrar myndir svo njótið,

Screen Shot 2015-01-06 at 16.33.06 Screen Shot 2015-01-06 at 16.32.53 Screen Shot 2015-01-06 at 16.32.41 Screen Shot 2015-01-06 at 16.32.31 Screen Shot 2015-01-06 at 16.30.36 Screen Shot 2015-01-06 at 16.30.19 Screen Shot 2015-01-06 at 16.29.50 Screen Shot 2015-01-06 at 16.29.31 Screen Shot 2015-01-06 at 16.29.21 Screen Shot 2015-01-06 at 16.28.44 Screen Shot 2015-01-06 at 16.19.55 Screen Shot 2015-01-06 at 16.19.43 Screen Shot 2015-01-06 at 16.19.25 Screen Shot 2015-01-06 at 16.19.02 Screen Shot 2015-01-06 at 16.18.52 Screen Shot 2015-01-06 at 16.18.44 Screen Shot 2015-01-06 at 16.18.11 Screen Shot 2015-01-06 at 16.17.41 Screen Shot 2015-01-06 at 16.17.32

Voðalega er þetta nú allt fínt! Ég er farin að halda að frekar margir nýjir hlutir eigi eftir að rata heim til mín á þessu ári:)

Bæklinginn í heild sinni má finna hér. 

TO DO – MUUTO DOTS & LJÓSASERÍA

DESIGNScandinavian

da6022b35b422562aebf8ab76611c6949f58a898bbf84e2ed9138393f2cc4da27bad8494a54f00f934659d25b91a0da20e3bd4fe609450d98d504bafa061045df151676186427e9ae9d4256d1bdca710

 

String lights – House Doctor

db20c6ab86be65214e07543e5672f5f8

”Frestunarárátta,, –Mikið er það hundleiðinlegt fyrirbæri! Ég glími við þessa áráttu líkt og margir aðrir og er meira að segja farin að hallast á það að ástandið sé verra en ég geri mér grein fyrir, dæs. En þannig er mál með vexti að við hjónakornin erum með besefans frestunaráráttu yfir hlutum sem þarf að græja í kringum heimilið okkar. Við erum til dæmis búin að vera á leiðinni að fá okkur Muuto Dots snaga í cirka tvö ár, eða síðan við fluttum inn í þetta blessaða danska hús. Reyndar höfum við alltaf verið treg við að hengja upp hluti sökum þess að við vitum ekki hversu lengi við stöldrum við á hverjum áfangastað.. að búa með óhandlögnum manni er líka atriði útaf fyrir sig. En nóg um kvart&kvein(afsakarnir sko, áráttan þið vitið..) Muuto Dots eru nefnilega svo gífurlega skemmtilegir, maður getur leikið sér endalaust með þessa snaga. Annað sem mig hefur lengi langað að eignast er svona ljósasería sem getur lífgað rækilega upp á annars leiðinlegt rými. Á vappinu mínu á pinterest tók ég svo eftir því hvað þetta tekur sig vel út sem combo, endalaust af sniðugum og skemmtilegum hugmyndum. Okkur vantar einmitt nauðsynlega eitthvað fyrir ofan rúmgaflinn okkar.. ætli við komum þessari snilldar hugmynd í verk ?!

..

I can’t stand how things never gets done around this household of ours, ”procrastination,, -I guess is the term, and a very common condition I reckon. Living with a tad more handier man would also come in handy sometime if you know what I mean. The thing is we’ve been living in this Danish house for two years now and barely got any frames up on the walls. Although it is rather difficult going full force in decoration not knowing how long until you have to pack up and move again. These Muuto Dots hooks has been on our To-Do list ever since we became Denmark residents and after 2y, still no dots to be found. I just love how you can mix&match these, endless possibilities really. Another thing that I’ve been wanting to get is string lights which can make a dull corner bright up in a sec. Was browsing thru pinterest and saw the two combo, thought it looked brilliant together, many great ideas. In fact we really need a little ”umph” above our bed! Could this DIY become a reality ?!

Pics from Pinterest 

PATTRA

HOUSE DOCTOR & NICOLAS VAHÉ

Hönnun

Það hefur varla farið framhjá ykkur að House Doctor og Nicolas Vahé eru ein vinsælustu merkin á Íslandi í dag.

Hér á Ambiente kíkti ég á básana þeirra sem voru æðislegir. House Doctor heillaði með fallegu úrvali af hönnun fyrir heimilið á meðan að Nicolas Vahé heillaði bragðlaukana…. mmm

IMG_8944

Þvílík fegurð!

IMG_8938

Virkilega falleg smáhlutabox og þessi koparskál er draumur!

IMG_8939IMG_8941IMG_8943

Þið ykkar sem hafið ekki prófað Nicolas Vahé vörurnar eigið sko mikið inni, það var allt yfirfullt af gestum á básnum þeirra á Ambiente enda ekki furða þar sem hægt var að fá að smakka helstu vörurnar þeirra haha:)

IMG_8945IMG_8925IMG_8926

For gourmet lovers and other food addicts!

:)