fbpx

FRÉTTIR: NÝTT FRÁ HOUSE DOCTOR & FERM LIVING

Fyrir heimiliðHönnun

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri í byrjun hvers árs er að skoða allar nýjungarnar sem hönnunarfyrirtækin senda frá sér, sum hver byrja strax í janúar að kynna línurnar sínar á netinu á meðan að önnur bíða mögulega með að kynna vörurnar fyrir stóru hönnunarsýningarnar en þær eru ófáar framundan. Ég er þegar komin með boðsmiða á Ambiente vörusýninguna í Frankfurt sem er í byrjun febrúar og svo styttist líka í HönnunarMarsinn sem ég bíð alltaf spennt eftir á hverju ári. Ég er enn að vinna mig í gegnum tölvupóstinn minn eftir fríið mitt en myndirnar sem ég ætla að sýna ykkur fyrst eru úr 2016 bæklingnum frá House Doctor og einnig frá Ferm Living sem fagnar í ár 10 ára afmæli sínu. Stílistarnir sem vinna fyrir þessi merki eru með þeim betri í bransanum en þeir eru auðvitað að vinna með fallegar vörur sem auðveldar vinnuna vissulega, en að setja þessar vörur upp í raunverulegu umhverfi gerir svo ótrúlega mikið fyrir vörurnar og sýna okkur þær á hátt sem við sjáum þær aldrei í verslunum og sumar sem við myndum mögulega ekki veita neina athygli uppi í hillu. Það eru nokkrar vörur sem ég er komin með augun á, House Doctor er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að innanhússtrendum og finnst mér mjög skemmtilegt að sjá það að núna er hægt að kaupa víragrind frá þeim sem notið hefur svo mikilla vinsælda undanfarið ár sem DIY verkefni, sjá hvernig mér tókst til -hér. Ferm Living kemur hinsvegar sífellt á óvart, hrifnust er ég af barnaherbergjalínunni þeirra ásamt því að veggfóðrið Confetti sem gert var í tilefni afmælisins heillar mig mikið. Veggteppið sem Ferm Living framleiðir í samstarfi við Elkeland bíður mín hinsvegar í Epal en ég lét sérpanta það fyrir jól og ætli það verði ekki mín fyrstu kaup í ár frá Ferm Living sem ég held annars mikið uppá:)

Þetta er bara brot úr bæklingnum en restina má sjá í 2016 bækling House Doctor, en vörurnar munu meðal annars fást í Línunni.  Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr nýjasta bæklingnum frá Ferm Living, sem fæst í Epal.

0373db_newsletter_ss16_til_press.jpg

newsletter ss16-kids_ kopi 2

Ég tók einmitt viðtal við stofnanda Ferm Living, Trine Andersen fyrir Glamour þegar hún var stödd hér á landi til að fagna 40 ára afmæli Epal fyrr í vetur, dásamleg kona og með svo góða nærveru að það kemur mér svo sannarlega ekki á óvart hversu langt hún hefur náð í sínu fagi. Það er nefnilega ekki nóg að vera bara klár í sínu fagi, það að koma vel fram við alla og hafa góða nærveru getur komið manni ansi langt í lífinu. Ég fylgist spennt með Ferm Living en þau ætla sér mjög stóra hluti!:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

NÆSTU DAGAR

Skrifa Innlegg